Framganga Róberts í Tyrklandi sögð hlutdræg

Róbert Spanó eftir að hann tók við heiðursnafnbót við háskólann …
Róbert Spanó eftir að hann tók við heiðursnafnbót við háskólann í Istanbúl. AFP

Ró­bert Spanó, for­seti Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu, er sagður hafa hafnað því að funda með öðru fólki en liðsmönn­um úr flokki Er­dog­ans Tyrk­lands­for­seta í heim­sókn sinni til lands­ins í síðustu viku. 

Eins og fram hef­ur komið þáði Ró­bert heiðurs­doktors­nafn­bót við há­skól­ann í Ist­an­búl og gekk á fund Er­dog­ans Tyrk­lands­for­seta. Hef­ur heim­sókn Ró­berts verið harðlega gagn­rýnd af mann­rétt­inda­frömuðum og fleir­um.

Róbert Spanó fundaði með Erdogan Tyrklandsforseta.
Ró­bert Spanó fundaði með Er­dog­an Tyrk­lands­for­seta.

Í um­fjöll­un þýska blaðsins Der Tagesspieg­el kem­ur fram að Ró­bert hafi heim­sótt kjör­dæmi Cü­neyts Yük­sels, þing­manns AKP, flokks Er­dog­ans. Sá þingmaður er bróðir Saadets Yük­sels, tyrk­nesks dóm­ara við Mann­rétt­inda­dóm­stól­inn sem ferðaðist með Ró­berti. Í um­ræddu kjör­dæmi hafi Ró­bert látið mynda sig með manni sem sett­ur var við stjórn­artaum­ana af yf­ir­völd­um þegar kjör­inn borg­ar­stjóri var sett­ur af. Ró­bert hafi ekki fundað með kjörna borg­ar­stjór­an­um eða öðrum full­trú­um stjórn­ar­and­stöðuflokks­ins HDP. Í frétt­inni kem­ur fram að Basak Dem­irtas, eig­in­kona kúr­díska stjórn­mála­manns­ins Sela­hatt­ins Dem­irtas, kveðst hafa óskað eft­ir fundi með Ró­berti. Hann hafi ein­ung­is verið í klukku­stund­ar fjar­lægð frá heim­ili henn­ar og hún hafi viljað upp­lýsa hann um stöðu HDP-flokks­ins og hins fang­elsaða eig­in­manns. Sá hef­ur verið bak við lás og slá um ára­bil, ólög­lega að mati Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins.

„Hundruð stjórn­ar­and­stæðinga og blaðamanna eru í fang­elsi í Tyrklandi en það skipti ekki máli þegar mann­rétt­inda­dóm­ar­inn frá Evr­ópu kom í heim­sókn. Spanó fundaði með stjórn­arþing­mönn­um, forðaðist full­trúa and­stöðunn­ar og þáði heiðurs­doktors­nafn­bót frá há­skóla sem sparkaði út áber­andi gagn­rýn­end­um Receps Tayyips Er­dog­ans for­seta. Borg­ara­sam­fé­lag­inu í Tyrklandi finnst það svikið,“ seg­ir í frétt­inni.

Ekki hægt að mis­muna aðild­ar­ríkj­um

Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir, þingmaður Pírata, kveðst hins veg­ar telja að heim­sókn Ró­berts til Tyrk­lands hafi verið rétt­læt­an­leg. Sagði hún í viðtali á Rás 2 að full­trú­ar dóm­stóls­ins yrðu að vera óhlut­dræg­ir gagn­vart sín­um aðild­ar­ríkj­um og hefði Ró­bert ekki þegið heim­boðið hefði það verið til marks um hið gagn­stæða. Ekki væri hægt að mis­muna aðild­ar­ríkj­um. 

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir, þingmaður Pírata. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son

„Hlut­irn­ir sem verið er að gagn­rýna að Ró­bert hafi gert eru hlut­ir sem al­mennt hafa verið gerðir í svona heim­sókn­um. Spurn­ing­in er bara hvort það hafi verið tæki­færi hérna til að end­ur­skoða þess­ar hefðir. Eða ekki. Ekki öf­unda ég Ró­bert né dóm­stól­inn að hafa þurft að velja hvað vægi þyngra  að móðga mögu­lega Tyrk­land eða gefa stjórn­ar­and­stæðing­um til kynna að hann væri ekki óhlut­dræg­ur gagn­vart þeim,“ sagði Þór­hild­ur og bætti við að um hefði verið að ræða „sér­lega viðkvæma heim­sókn“ og spyrja mætti ým­issa spurn­inga í tengsl­um við hana. Ró­bert hefði þó lýst því yfir þegar hann tók við heiður­s­nafn­bót­inni að það gerði hann vegna mik­il­væg­is þess að dóm­stóll­inn kæmi fram sem óhlut­dræg­ur.

Vla­dimiro Za­gre­b­el­sky, fyrr­ver­andi dóm­ari við Mann­rétt­inda­dóm­stól­inn, seg­ir í aðsendri grein í ít­alska blaðinu La Stampa, að í heim­sókn sinni hafi Ró­bert notað tján­ing­ar­frelsið sem staða hans fær­ir hon­um til að veita þeim kjark sem eigi skilið að heyra frjáls og sann­gjörn orð.

Ró­bert Spanó kvaðst í gær ekki myndu tjá sig frek­ar um heim­sókn sína og vísaði í svör sín í helgar­blaði Frétta­blaðsins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka