Framlengja styttan þjónustutíma leikskóla

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks segja skerðingu opnunartíma koma illa niður á viðkvæmum …
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks segja skerðingu opnunartíma koma illa niður á viðkvæmum hópum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Á fundi skóla- og frí­stundaráðs Reykja­vík­ur­borg­ar í dag var ákveðið að fram­lengja skert­an þjón­ustu­tíma leik­skóla borg­ar­inn­ar til 31. októ­ber til þess að tími gef­ist í lok hvers dags til að huga að sótt­vörn­um.

Al­menn­ur þjón­ustu­tími leik­skóla borg­ar­inn­ar verður þannig frá klukk­an 07:30 16:30. Breyt­ing­ar­til­laga Sjálf­stæðis­flokks­ins var felld, en hún kvað á um að þjón­ustu­tími leik­skól­anna yrði ekki skert­ur og starfs­menn leik­skóla sæju um sótt­varn­ir að vinnu­degi lokn­um. Um væri að ræða tíma­bundna ráðstöf­un og því ætti kostnaður­inn við þetta ekki að vera hár.

Pen­ing­um sé frek­ar eytt í leik­skóla en gælu­verk­efni

Í bók­un full­trúa Sjálf­stæðis­flokks við af­greiðslu máls­ins seg­ir að skert­ur þjón­ustu­tími komi einkar illa niður á viðkvæm­um hóp­um. Frek­ar eigi að verja fjár­mun­um í að halda leik­skól­um opn­um til klukk­an 17:00 í stað þess að eyða þeim í gælu­verk­efni.

Þá seg­ir einnig í bók­un­inni að komið hafi fram í bók­un meiri­hlut­ans á fundi skóla- og frí­stundaráðs þann 18. ág­úst síðastliðinn að það væri ein­beitt­ur vilji Reykja­vík­ur­borg­ar að „halda úti fag­legu og vönduðu skóla- og frí­stund­a­starfi á tím­um Covid-19“. Þetta gangi í ber­högg við ný­samþykkta til­lögu meiri­hlut­ans um að skerða þjón­ustu­tíma leik­skóla borg­ar­inn­ar.

Kostnaður­inn yrði tæp­lega 18 millj­ón­ir

Fram kem­ur í kostnaðargrein­ingu sem gerð var af skóla- og frí­stundaráði fyr­ir full­trúa minni­hlut­ans að heild­ar­kostnaður við að halda leik­skól­um opn­um til klukk­an 17:00 yrði tæp­lega 18 millj­ón­ir. Þar er gert ráð fyr­ir að starfs­mönn­um leik­skól­anna yrði greidd yf­ir­vinna til 31. októ­ber fyr­ir að sinna sótt­vörn­um eft­ir að leik­skól­um er lokað hvern dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka