Funda með forstöðumanni framleiðslueldhúss

Á fundi öldungaráðs verða til umræðu máltíðir aldraðra, sem framleiddar …
Á fundi öldungaráðs verða til umræðu máltíðir aldraðra, sem framleiddar eru í framleiðslueldhúsi borgarinnar við Vitatorg. Ljósmynd/Heiðar Kristjánsson

Máltíðir eldri borg­ara á veg­um Reykja­vík­ur­borg­ar verða tekn­ar til umræðu á fundi öld­ungaráðs Reykja­vík­ur­borg­ar 5. októ­ber, að for­stöðumanni fram­leiðslu­eld­húss Reykja­vík­ur­borg­ar á Vita­torgi viðstödd­um, að sögn Ingi­bjarg­ar Sverr­is­dótt­ur, for­manns Fé­lags eldri borg­ara í Reykja­vík.

Ráðið fund­ar mánaðarlega og var sein­asti fund­ur þess í gær­morg­un, áður en frétt­ir bár­ust af ólyst­ug­um plokk­fiski og brauði frá fram­leiðslu­eld­húsi borg­ar­inn­ar til íbúa Norður­brún­ar, íbúðakjarna fyr­ir eldri borg­ara. 

Nær­ing­ar­gildi mat­ar­ins mik­il­vægt

„Á næsta fundi ætl­um við að fá hann á fund til okk­ar í öld­ungaráði til þess að ræða mat­ar­mál eldri borg­ara og nær­ing­ar­gildið í því sem fólkið fær,“ seg­ir Ingi­björg. Lögð verði áhersla á að líta á mat­ar­stefnu Reykja­vík­ur­borg­ar.

Hún tel­ur mik­il­vægt að mat­ur­inn sem borg­in býður upp á sé nógu lyst­ug­ur svo að fólk hafi áhuga á að leggja sér hann til munns.

„Síðan er meg­in­málið að til staðar séu þau nær­ing­ar­efni sem eldri borg­ar­ar þurfa á að halda. Umræðan hjá okk­ur snýst um að þetta sé mælt í hvert skipti sem verið er að mat­reiða, því eldri borg­ar­ar þurfa oft sér­staka nær­ingu til að halda jafn­vægi í skrokkn­um og góðri heilsu,“ seg­ir hún. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka