Grunur um salmonellu í kjúklingahópi

Kjúklingur.
Kjúklingur.

Í reglu­bundnu eft­ir­liti í kjúk­lingaslátrun kom upp grun­ur um að salmo­nella hefði greinst í kjúk­linga­hópi hjá Reykjag­arði hf.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu.

Um er að ræða kjúk­ling með rekj­an­leika­núm­eri 001-20-31-3-07 & 001-20-31-1-13. • Vöru­heiti: Holta-, Kjör­fugl og Krónu-kjúk­ling­ur • Rekj­an­leika­núm­er: 001-20-31-3-07 & 001-20-31-1-13. (Heill fugl, bring­ur, lund­ir, bit­ar.)

Dreif­ing: Iceland­versl­an­ir, Hag­kaupsversl­an­ir, Krón­an, KR Vík, Kjar­val, Nettó, Costco. Extra24, Heim­kaup, Kf. Skag­f­irðinga, Bjarna­búð, Kjör­búðin, Kaup­fé­lag Vest­ur-Hún­vetn­inga, Olís Versl­un Varma­hlíð, Basko/​10-11, Ice­land. 

Í sam­ræmi við gæðastefnu fram­leiðanda og verklags­regl­ur hef­ur dreif­ing afurða verið stöðvuð og inn­köll­un haf­ist, að því er seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Neyt­end­ur sem hafa keypt kjúk­linga með þessu rekj­an­leika­núm­eri eru beðnir að skila vör­unni til viðkom­andi versl­un­ar, eða beint til Reykjag­arðs hf., Foss­hálsi 1, 110 Reykja­vík.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka