Í reglubundnu eftirliti í kjúklingaslátrun kom upp grunur um að salmonella hefði greinst í kjúklingahópi hjá Reykjagarði hf.
Þetta kemur fram í tilkynningu.
Um er að ræða kjúkling með rekjanleikanúmeri 001-20-31-3-07 & 001-20-31-1-13. • Vöruheiti: Holta-, Kjörfugl og Krónu-kjúklingur • Rekjanleikanúmer: 001-20-31-3-07 & 001-20-31-1-13. (Heill fugl, bringur, lundir, bitar.)
Dreifing: Icelandverslanir, Hagkaupsverslanir, Krónan, KR Vík, Kjarval, Nettó, Costco. Extra24, Heimkaup, Kf. Skagfirðinga, Bjarnabúð, Kjörbúðin, Kaupfélag Vestur-Húnvetninga, Olís Verslun Varmahlíð, Basko/10-11, Iceland.
Í samræmi við gæðastefnu framleiðanda og verklagsreglur hefur dreifing afurða verið stöðvuð og innköllun hafist, að því er segir í tilkynningunni.
Neytendur sem hafa keypt kjúklinga með þessu rekjanleikanúmeri eru beðnir að skila vörunni til viðkomandi verslunar, eða beint til Reykjagarðs hf., Fosshálsi 1, 110 Reykjavík.