Maður á þrítugsaldri, sem réðst á átta ára dreng á Akureyri, hefur áður komið við sögu lögreglu og hlotið dóm þar sem hann var úrskurðaður ósakhæfur, að sögn Bergs Jónssonar hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri.
Maðurinn, sem er 21 árs, tók átta ára drenginn kverkataki eftir að hann stökk í burtu frá tveimur starfsmönnum, sem gengu með honum í nágrenni við heimili hans. Maðurinn er nú vistaður í öryggisvistun á Akureyri.
Kæra hefur verið lögð fram á hendur mannninum og er málið í rannsókn hjá lögreglunni á Akureyri.