Hófleg bjartsýni fyrir vetrinum

Óhætt er að segja að fyrsta ár Flyover Iceland í rekstri hafi verið hálfgerð rússíbanareið. Heimsfaraldur kórónuveirunnar þýddi að loka þurfti starfseminni nokkrum mánuðum eftir að hún var opnuð en í fyrirtækinu liggur ein stærsta erlenda fjárfesting sem gerð hefur verið í íslenskri ferðaþjónustu.

Í myndskeiðinu er rætt við Evu Eiríksdóttur, markaðsstjóra fyrirtækisins, um hvernig það hefur þurft að bregðast við á síðustu mánuðum. 

Hún segir ekkert annað hafa verið í stöðunni en að bregðast við nýju landslagi og að nú séu heimamenn helsti markhópurinn á meðan kórónuveiran setur strik í reikninginn. „Við erum hóflega bjartsýn. Við erum með nýja mynd sem við erum að taka til sýningar ásamt því að sýna Flyover Iceland-myndina.“ Sú mynd er tekin yfir Kanada en auk þess hefur verið farið í að þýða annað efni á sýningum fyrirtækisins yfir á íslensku til að geta þjónustað heimafólk betur. 

Nú getur fólk dinglað fótunum yfir Kanada hjá Flyover Iceland …
Nú getur fólk dinglað fótunum yfir Kanada hjá Flyover Iceland á Granda. Skjáskot

Íslenska fjár­fest­ing­ar­fyr­ir­tækið Esja Attracti­ons stend­ur að verk­efn­inu ásamt Pursuit sem rek­ur sam­bæri­leg verk­efni í N-Am­er­íku og er í eigu Viad sem er skráð á banda­ríska hluta­bréfa­markaðnum. Að verkefninu koma því fjársterkir aðilar sem ættu að geta staðið storminn af sér. Afstaða stjórnenda Flyover Iceland er því sú að styðja við aðgerðir stjórnvalda sem miði við að Ísland komi sem best út úr faraldrinum. Þannig geti ferðamannaiðnaðurinn náð sér hratt eftir að faraldrinum lýkur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert