Lokun fangelsisins „ólíðandi“

Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, hefur óskað eftir fundi í …
Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, hefur óskað eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefnd vegna lokunarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Anna Kol­brún Árna­dótt­ir, þingmaður Miðflokks­ins, hef­ur óskað eft­ir fundi í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd vegna lok­un­ar fang­els­is á Ak­ur­eyri, þar sem hún tel­ur ólíðandi að ákvörðun þess efn­is sé tek­in án umræðu á Alþingi.

„Mér finnst býsna lé­legt að það hafi ekki verið notað tæki­færi til að setja sam­an einn fund í þingstubbn­um til þess að kynna þessa lok­un,“ seg­ir Anna. Þá gagn­rýn­ir hún áhersl­ur fang­els­is­mála­yf­ir­valda á hagræðingu í kerf­inu sem lok­un­in á að fela í sér. 

„Það væri auðvitað miklu hag­stæðara að hafa tvö stór fang­elsi en maður velt­ir einnig fyr­ir sér fyr­ir hvern kerfið er. Eig­um við að þjóna að kerf­inu eða á kerfið að þjóna okk­ur?“ seg­ir hún.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka