Mál hollensku konunnar verði örugglega skoðað

Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.
Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Ljósmynd/Lögreglan

Rögn­vald­ur Ólafs­son, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn al­manna­varna­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra, seg­ir mik­il­vægt að ferðamenn leiti frek­ar eft­ir upp­lýs­ing­um um til­hög­un síðari skimun­ar við kom­una til lands­ins en að sleppa henni. 

Hol­lenska sam­fé­lags­miðlastjarn­an Noraly Schoen­ma­ker kom hingað til lands í lok ág­úst og fór í skimun við kom­una. Fimm dög­um síðar átti hún að fara í seinni skimun en fann hvergi út úr því hvert hún átti að snúa sér svo hún sleppti seinni skimun­inni. 

Óvenju­legt að velja þessa leið

Rögn­vald­ur seg­ist ekki hafa vitað af mál­inu en það verði lík­lega rann­sakað. 

„Ég hef ekki heyrt af þessu. Þetta á að vera til­tölu­lega skýrt og ef fólk lend­ir í vand­ræðum á það að geta leitað aðstoðar. Það er svo­lítið óvenju­legt að velja þess leið frek­ar en að leita sér upp­lýs­inga. Það þýðir að þú ert í raun­inni enn þá í sótt­kvínni. Það er sýna­tak­an sem los­ar þig úr sótt­kví,“ seg­ir Rögn­vald­ur. 

„Það eru all­ir skráðir hjá okk­ur eft­ir for­skrán­ingu svo þetta verður ör­ugg­lega skoðað,“ seg­ir Rögn­vald­ur. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka