Mátti synja karli um brasilískt vax

Brasilískt vax felur í sér að kynfæri viðkomandi eru vöxuð.
Brasilískt vax felur í sér að kynfæri viðkomandi eru vöxuð.

Snyrti­stofa braut ekki jafn­rétt­is­lög með því að synja karl­manni um svo­kallað bras­il­ískt vax. Þetta er niðurstaða kær­u­nefnd­ar jafn­rétt­is­mála.

Karl­maður kærði svör snyrti­stof­unn­ar sem sagði að þjón­ust­an væri ekki í boði fyr­ir karl­menn.

Kær­u­nefnd­in taldi að skilja bæri mála­til­búnað snyrti­stof­unn­ar á þann veg að verið væri að reyna að gæta vel­sæm­is og koma í veg fyr­ir að blygðun­ar­kennd starfs­fólks yrði særð. Við þær aðstæður varð að mati kær­u­nefnd­ar­inn­ar að gefa þó nokk­urt svig­rúm til að meta hvort bjóða ætti karl­mönn­um svo viðkvæma þjón­ustu.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá snyrti­stof­unni hef­ur aldrei verið boðið upp á um­rædda þjón­ustu fyr­ir karl­menn frá stofn­un stof­unn­ar árið 2011.

Þjón­ust­an hafi alla tíð verið tak­mörkuð við kon­ur. Ástæða þess sé ein­fald­lega sú að starfs­menn hafi hvorki reynslu né þekk­ingu á því hvernig eigi að fram­kvæma þjón­ust­una fyr­ir karl­menn. Auk þess hafi starfs­menn ekki haft vilja til þess að sinna þess­ari þjón­ustu fyr­ir karl­menn. Um sé að ræða mjög viðkvæma þjón­ustu sem feli það í sér að vax sé borið á kyn­færi viðskipta­vina.

Um sé að ræða lítið fyr­ir­tæki sem að und­an­förnu hafi staðið í marg­háttuðum erfiðleik­um og rekstr­ar­stöðvun vegna COVID-19. Eig­andi stof­unn­ar hafi hvorki áhuga né tök á að standa í ein­hverj­um kæru­mál­um. Þótt kæra þessi eigi ekki við nein rök að styðjast hafi kærði ákveðið að hætta að veita um­rædda þjón­ustu fyr­ir kon­ur. Þjón­ust­an sem kær­an lúti að sé því hvorki í boði fyr­ir kon­ur né karl­menn.

Úrsk­urður­inn í heild

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka