Merki um áframhaldandi neikvæða þróun

Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar voru um 17.100 skráðir atvinnulausir í almenna …
Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar voru um 17.100 skráðir atvinnulausir í almenna bótakerfinu í lok júlí (án skerts starfshlutfalls), sem samsvarar 7,9% atvinnuleysi. mbl.is/Árni Sæberg

Sam­kvæmt niður­stöðum vinnu­markaðsrann­sókn­ar Hag­stof­unn­ar er áætlað að um 213.700 manns hafi verið á vinnu­markaði í júlí, sem jafn­gild­ir 82,2% at­vinnuþátt­töku. Af þeim voru um 202.600 starf­andi og um 10.900 at­vinnu­laus­ir. Starf­andi fólki fækkaði um 5.900 milli ára og at­vinnu­laus­um fjölgaði um 5.100. Hlut­fall starf­andi var 78% í júlí og hafði lækkað um 2,8 pró­sentu­stig frá júlí 2019.

Þetta kem­ur fram í Hag­sjá Lands­bank­ans.

Árstíðaleiðrétt hlut­fall starf­andi mæld­ist 72,8% á 2. árs­fjórðungi 2020 og hef­ur ekki mælst lægra síðan 2003 þegar þess­ar mæl­ing­ar hóf­ust. Hlut­fallið var um einu pró­sentu­stigi lægra á 2. árs­fjórðungi nú en það varð lægst eft­ir fjár­málakrepp­una.

Sam­kvæmt vinnu­markaðskönn­un voru um 10.900 at­vinnu­laus­ir í júlí, sem sam­svar­ar 5,1% at­vinnu­leysi. Sam­kvæmt töl­um Vinnu­mála­stofn­un­ar voru um 17.100 skráðir at­vinnu­laus­ir í al­menna bóta­kerf­inu í lok júlí (án skerts starfs­hlut­falls), sem sam­svar­ar 7,9% at­vinnu­leysi. Al­mennt at­vinnu­leysi að viðbættu at­vinnu­leysi í hluta­bóta­kerf­inu var hins veg­ar 8,8% í júlí.

Eins og oft áður eru sveifl­urn­ar í mældu at­vinnu­leysi í vinnu­markaðskönn­un Hag­stof­unn­ar mikl­ar á milli mánaða. At­vinnuþátt­taka hef­ur minnkað tölu­vert sem get­ur haft áhrif á niður­stöður vinnu­markaðskönn­un­ar með þeim hætti að at­vinnu­laus­ir telj­ast utan vinnu­markaðar í könn­un­inni ef þeir eru ekki í at­vinnu­leit. Í erfiðu at­vinnu­ástandi eins og nú rík­ir er lík­legt að sú geti verið raun­in.

Frá því kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn skall á hafa op­in­ber úrræði til þess að draga úr af­leiðing­um áfalls­ins verið í sí­felldri end­ur­skoðun. Nú síðast var ákveðið að fram­lengja hluta­bóta­leiðina um tvo mánuði. Heim­ild til tíma­bund­inna greiðslna vegna launa ein­stak­linga sem sæta sótt­kví sam­kvæmt fyr­ir­mæl­um heil­brigðis­yf­ir­valda án þess að vera sýkt­ir var fram­lengd til ára­móta. Þá var tíma­bil tekju­tengdra at­vinnu­leys­is­bóta lengt tíma­bundið úr þrem­ur mánuðum í sex og mögu­leik­ar at­vinnu­lausra til náms aukn­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka