Nasi gangsettur við Bolholt

Loftmynd af borholunni við Bolholt.
Loftmynd af borholunni við Bolholt. Ljósmynd/Veitur

Jarðbor­inn Nasi verður gang­sett­ur í bor­holu Veitna við Bol­holt 5 í Reykja­vík á morg­un og munu þá fram­kvæmd­ir á reitn­um vera form­lega hafn­ar. Til stend­ur að að rýma og fóðra bor­hol­una að inn­an til þess að auka af­köst henn­ar en bor­hol­an við Bol­holt hef­ur þjónað borg­ar­bú­um allt frá ár­inu 1963. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu Veitna.

Áætlað er að fram­kvæmd­in sjálf taki um fjór­ar til sex vik­ur og verður borað milli klukk­an 7 á morgn­ana og 19 á kvöld­in. Fram­kvæmd­inni mun fylgja tölu­vert rask og hávaði, sér­stak­lega á meðan jarðbor­inn Nasi er í notk­un.

Hjólandi og gang­andi veg­far­end­ur eru sér­stak­lega beðnir um að virða lok­an­ir og nýta hjá­leiðir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka