Níu COVID-flutningar

Slökkviliðið á höfuðborg­ar­svæðinu sinnti níu sjúkra­flutn­ing­um í dag sem tengd­ust …
Slökkviliðið á höfuðborg­ar­svæðinu sinnti níu sjúkra­flutn­ing­um í dag sem tengd­ust COVID-19. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Slökkviliðið á höfuðborg­ar­svæðinu hef­ur sinnt níu sjúkra­flutn­ing­um í dag sem tengd­ust COVID-19. Ann­ars hef­ur verið tíðinda­lítið að sögn varðstjóra. 

Fimm ein­stak­ling­ar voru flutt­ir af slökkviliðinu vegna kór­ónu­veirunn­ar í dag og voru fjór­ir þeirra flutt­ir fram og til baka úr ým­ist skimun eða mót­efna­mæl­ingu. 

Slökkviliðið á höfuðborg­ar­svæðinu sér meðal ann­ars um flutn­ing ferðamanna sem grein­ast við landa­mær­in í mót­efna­mæl­ingu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert