Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur sinnt níu sjúkraflutningum í dag sem tengdust COVID-19. Annars hefur verið tíðindalítið að sögn varðstjóra.
Fimm einstaklingar voru fluttir af slökkviliðinu vegna kórónuveirunnar í dag og voru fjórir þeirra fluttir fram og til baka úr ýmist skimun eða mótefnamælingu.
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sér meðal annars um flutning ferðamanna sem greinast við landamærin í mótefnamælingu.