Birgir er ræðukóngur Alþingis annað árið í röð

Birgir Þórarinsson, ræðukóngur Alþingis, í ræðustól Alþingis.
Birgir Þórarinsson, ræðukóngur Alþingis, í ræðustól Alþingis. Skjáskot/Alþingi

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, er ræðukóngur 150. löggjafarþings Alþingis, sem lauk sl. föstudag með „þingstubbnum“ svonefnda, er Alþingi kom saman í rúma viku. Birgir talaði einnig mest á 149. löggjafarþingi.

Samanlagt talaði Birgir nú í 1.840 mínútur, eða sem svarar hátt í 31 klukkustund, þegar bæði ræður og athugasemdir hafa verið teknar saman.

Eftir að þinghaldi var frestað í lok júní sl. var birtur topp 10 listi í Morgunblaðinu (2. júlí) yfir mestu ræðumenn Alþingis. Röð efstu þingmanna breytist ekki með þingstubbnum, með þeirri undantekningu að Willum Þór Þórsson, Framsóknarflokki, kemst inn á listann, er í 9. sæti með rúma 13 klukkustundir í pontu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert