Sex ný innanlandssmit kórónuveirunnar greindust á sameiginlegri deild sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans og Íslenskrar erfðagreiningar í gær.
Þetta kemur fram á covid.is.
Allir voru í sóttkví við greiningu.
Einn greindist með veiruna á landamærum og bíður hann mótefnamælingar.
Eru nú 80 í einangrun og 263 í sóttkví.
Alls var 821 sýni tekið á landamærunum í gær og 708 einkennasýni hjá Íslenskri erfðagreiningu og sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.