Skoða breytingar á reglum um sóttkví

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var hress á upplýsingafundi almannavarna í gær.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var hress á upplýsingafundi almannavarna í gær. Ljósmynd/Lögreglan

Sótt­varna­yf­ir­völd hafa nú til skoðunar að breyta regl­um um sótt­kví inn­an­lands. Sam­kvæmt nú­gild­andi fyr­ir­komu­lagi fara þeir sem verða ber­skjaldaðir fyr­ir smiti í 14 daga sótt­kví. Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir hef­ur lagt til breyt­ing­ar á fyr­ir­komu­lag­inu við heil­brigðisráðherra. 

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Þórólf­ur að eng­in ákvörðun hafi verið tek­in. Í nýju fyr­ir­komu­lagi felst sótt­kví í um viku og svo sýna­taka á sjö­unda degi sótt­kví­ar. 

„Við erum að skoða hvort við gæt­um stytt sótt­kví með sýna­töku og það er í ákveðnu ferli. Það hef­ur ekki verið tek­in end­an­leg ákvörðun, en þetta yrði þá sýna­taka á kannski sjö­unda degi eða eitt­hvað slíkt. Ég er búin að senda til­lög­ur um þetta í ráðuneytið því það þarf að breyta reglu­gerðinni,“ seg­ir Þórólf­ur. 

Mögu­leg­ar breyt­ing­ar eru til þess falln­ar að minnka áhrif sótt­kví­ar á sam­fé­lagið, en frá upp­hafi far­ald­urs­ins í mars hafa tæp­lega 25.000 Íslend­ing­ar þurft að sæta sótt­kví. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka