Skortir orðaforða og þrautseigju

Þjóðarsáttmáli um læsi hefur það markmið að öll börn geti …
Þjóðarsáttmáli um læsi hefur það markmið að öll börn geti við lok grunnskóla lesið sér til gagns. mbl.is/Hari

Hlut­verk læsis­fræðinga eru mörg og ólík en öll miða þau að því að veita börn­um og kenn­ur­um aðstoð þegar kem­ur að lestri og rit­un. Fé­lag læsis­fræðinga á Íslandi verður stofnað með form­leg­um hætti þriðju­dag­inn 22. sept­em­ber. 

Læsis­fræðing­ar eru þeir sem lokið hafa meist­ara­gráðu í læsis­fræðum við inn­lend­an eða er­lend­an há­skóla og eru því sér­fræðing­ar á sviði náms og kennslu í læsi. Hlut­verk læsis­fræðinga geta verið fjöl­breytt og þeir starfað á öll­um skóla­stig­um eða í einka­geira. Þeir þekkja vel rann­sókn­ir á sviði læsis og hvaða kennsluaðferðir eru raun­prófaðar og hafa sýnt ár­ang­ur. Störf læsis­fræðinga geta snúið að beinni kennslu nem­enda í læsi, grein­ing­um á lestr­ar­vanda, ráðgjöf og stuðningi við kenn­ara og for­eldra, auk aðkomu að stefnu­mót­un varðandi læsis­kennslu t.d. á sveit­ar­stjórn­arstigi eða á landsvísu.

Katrín Ósk Þráinsdóttir, Guðbjörg Rut Þórðardóttir og Auður Björgvinsdóttir.
Katrín Ósk Þrá­ins­dótt­ir, Guðbjörg Rut Þórðardótt­ir og Auður Björg­vins­dótt­ir.

Læsis­fræðing­arn­ir Auður Björg­vins­dótt­ir, Guðbjörg Rut Þórðardótt­ir og Katrín Ósk Þrá­ins­dótt­ir standa að stofn­un fé­lags­ins og segja að stuðst sé við viðmið Alþjóðlegu læsis­sam­tak­anna sem gef­in voru út árið 2017. Ekki er vitað hversu marg­ir hafa lokið þessu námi á Íslandi en það er bæði kennt á meist­ara­stigi við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skóla Íslands. Eins hafa ein­hverj­ir lokið námi er­lend­is í læsis­fræðum.

Eins og staðan er í dag þá á þessi starfs­stétt mikið er­indi inn í skóla­kerfið en kraft­ar henn­ar hafa alls ekki verið nýtt­ir að fullu, seg­ir Guðbjörg en hún og Katrín Ósk starfa sem sér­fræðing­ar hjá Mennta­mála­stofn­un og Auður er verk­efn­is­stjóri læsis­mála og skóla­safns­kenn­ari við Álfta­nesskóla. 

„Við vilj­um leggja meira af mörk­um við að efla læsi,“ seg­ir Katrín en meðal ann­ars vinna læsis­fræðing­ar með nem­end­um sem eiga í erfiðleik­um með að ná tök­um á lestri og rit­un. Til þess þarf læsis­fræðing­ur að búa yfir kunn­áttu, þekk­ingu og vera til­bú­inn að vinna með kenn­ur­um að því að bæta al­menna læsis­kennslu inni í bekk.

Læsis­fræðing­ar greina lestr­arörðug­leika og gera til­lög­ur um íhlut­un og fylgja nem­end­um eft­ir. Eins eru þeir teym­is­stjór­ar læsisteyma og vinna við læsis­stefnu skóla. 

„Lest­ur er ekki af­mörkuð tækni held­ur sam­spil margra þátta,“ seg­ir Auður. Að henn­ar sögn er of al­gengt hjá börn­um sem eru að byrja í grunn­skóla í dag að þau skorti orðaforða og þraut­seigju til að tak­ast á við lestr­ar­námið, þau eru vön að allt ger­ist svo hratt t.d. í tölvu­leikj­um. „Þetta hef­ur áhrif á lest­ur­inn,“ seg­ir hún.

„Mark­miðinu er ekki náð þrátt fyr­ir að börn geti náð að tengja hljóð við bók­stafi og þannig myndað orð,“ seg­ir Katrín Ósk. Hún seg­ir mjög lítið rætt um rit­un og lít­il áhersla lögð á rit­un og upp­bygg­inu texta sem teng­ist lesskiln­ingi beint. 

Þær segja að rit­un­in krefj­ist mik­ils tíma og það sé senni­lega ástæðan fyr­ir því hversu lít­il áhersla er lögð á hana í grunn­skól­um. Mik­il­vægt sé að gefa krökk­um góðan tíma til að hugsa og velta fyr­ir sér viðfangs­efn­inu. Þetta þarf að kenna – að leyfa hug­an­um að ráða og forma hann í texta, seg­ir Katrín Ósk. Lest­ur og rit­un á að fara sam­an frá upp­hafi og allt niður á leik­skóla­stigið. Grunn­ur­inn er þar og þar þurfi að gæta þess að þau sjái ritað mál. Að það sé ekki bara lesið fyr­ir börn held­ur þurfa þau líka að sjá rit­málið og hvernig það er notað í dag­legu lífi.

Lesfimikennsla, og önnur formleg lestrarkennsla, hefur hins vegar ekki fengið …
Les­fi­mi­kennsla, og önn­ur form­leg lestr­ar­kennsla, hef­ur hins veg­ar ekki fengið mikið svig­rúm í ís­lensk­um skól­um nema þá einna helst á yngsta stigi. mbl.is/​Styrm­ir Kári

Fimm ár eru liðin síðan mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneyti og sveit­ar­fé­lög gerðu með sér Þjóðarsátt­mála um læsi um það mark­mið að öll börn geti við lok grunn­skóla lesið sér til gagns. Þær segja að und­an­far­in fimm ár hafi farið í að und­ir­byggja þetta mark­mið enda ekk­ert sem er leyst á stutt­um tíma held­ur lang­tíma­verk­efni.

Líkt og fram kem­ur í mats­skýrslu sem dr. Katrín Frí­manns­dótt­ir tók sam­an segja fjöl­marg­ir áhrifaþætt­ir og fjöl­breytt­ar mæl­ing­ar mun meira um ár­ang­ur verk­efn­is­ins en ein­göngu niður­stöður milli tveggja fyr­ir­lagna PISA. Því ber að hafa í huga að ekki er rétt­læt­an­legt né rétt­mætt mat að meta ár­ang­ur læsis­verk­efn­is á út frá niður­stöðum PISA 2018, þar sem þeir nem­end­ur sem tóku PISA-könn­un­ina 2018 voru í námi í 8. bekk þegar læsis­verk­efn­inu var ýtt úr vör. 

Eitt af því sem oft er rætt um er les­fim­i­próf sem lögð eru fyr­ir grunn­skóla­nem­end­ur reglu­lega yfir vet­ur­inn. Marg­ir líta svo á að ein­göngu sé um hraðapróf  að ræða en les­fimi sé mun flókn­ara fyr­ir­bæri. Að sögn Auðar er því miður þann mis­skiln­ing að finna hjá mörg­um kenn­ur­um.

Það leiði af sér ranga fram­setn­ingu á niður­stöðum og eðli slíkra lesviðmiða seg­ir Guðbjörg. „Þetta er eitt af því sem við erum að vinna að hjá Mennta­mála­stofn­un en á næstu vik­um kem­ur úr matsrammi fyr­ir les­fimi sem bein­ir sjón­um kenn­ara og nem­enda að fleiri þátt­um les­fim­inn­ar en ein­göngu les­hraða,“ seg­ir Guðbjörg. Mik­il­vægt sé að meta ekki bara les­hraða held­ur einnig flæði og mót­un hend­inga svo dæmi séu tek­in.

Frétt­ir af bágri stöðu ís­lenskra skóla­barna þegar kem­ur að lesskiln­ingi sýn­ir, er það ekki, að þörf er á aukn­um stuðningi inn í skóla­kerfið?

Auður seg­ir að flest­ar stétt­ir og mál­efni eigi sér­fræðinga sem mál­svara. „Við hvern er talað ef eitt­hvað ger­ist í lofts­lags­mál­um og svo fram­veg­is? Mis­jafnt er við hverja er rætt þegar fjallað er um læsi og mér hef­ur fund­ist að það sé þannig að nán­ast hver sem er geti tekið sér það dag­skrár­vald að fjalla um læsi, oft á mis­gáfu­leg­an hátt,“ seg­ir Auður, „kannski vegna þess að flestall­ir hafa lært að lesa.“ Hún seg­ir að sér virðist ýms­ar mýt­ur og þrá­stef vera í umræðunni um læsi barna.

Eitt sé að sveit­ar­stjórn­arstigið geri sér ekki alltaf grein fyr­ir þeirri þekk­ingu sem lestr­ar­fræðing­ar búa yfir og því ekki leitað til þeirra og allri ábyrgð varpað á kenn­ara, seg­ir Auður. Hún seg­ir að kenn­ar­ar þurfi á stuðningi læsis­fræðinga að halda, svo sem við skipu­lag og fram­kvæmd skim­ana og prófa, greina niður­stöður og eft­ir­fylgni með aðgerðum í kjöl­far mats. 

Lít­il áhersla lögð á lestr­ar­kennslu í kenn­ara­námi

Þegar sam­setn­ing kenn­ara­náms­ins er skoðað sést að sögn Guðbjarg­ar að lít­il áhersla er lögð á lestr­ar­kennslu. Yf­ir­leitt eru þeir sem fara í gegn­um kennslu á yngri stig­um bet­ur í stakk bún­ir til að kenna lest­ur held­ur en þeir kenn­ara­nem­ar sem fara aðrar leiðir í nám­inu. Aðeins sé boðið upp á einn lestr­ar­kennslu­áfanga á fyrsta ári náms­ins og síðan ekki sög­una meir. Læsi þurfi að fá að þrosk­ast og þró­ast í takti við aukn­ar áskor­an­ir í námi og leik og því er mik­il­vægt að all­ir kenn­ar­ar fái góðan grunn í læsis­fræðum óháð hvaða ald­urs­stigi eða náms­grein þeir hygg­ist kenna.

„Það er eitt að byrja að læra að lesa en eft­ir því sem nám­inu vind­ur fram í grunn­skóla þarftu að búa yfir auk­inni færni sem snýr að því hvernig þú nálg­ast texta, lesskiln­ingsaðferðir og  rit­un,“ seg­ir Guðbjörg. Nem­end­ur fá grunn­færni en það vanti upp á eft­ir­fylgni eft­ir því sem nám þyng­ist seg­ir hún.

Ritun krefst mikils tíma og það sé sennilega ástæðan fyrir …
Rit­un krefst mik­ils tíma og það sé senni­lega ástæðan fyr­ir því hversu lít­il áhersla er lögð á hana í grunn­skól­um. mbl.is/​Hari

Les­fi­mi­kennsla og önn­ur form­leg lestr­ar­kennsla hef­ur ekki fengið mikið svig­rúm í skól­um nema þá einna helst á yngsta stigi. Úr þessu þurfi að bæta með mark­vissri beit­ingu kennsluaðferða sem efla les­fimi og þurfa kenn­ar­ar að kunna skil á fjöl­breytt­um aðferðum til að gera kennsl­una merk­ing­ar­bæra fyr­ir nem­end­ur og hjálpa þeim í átt að aukn­um ár­angri.

Al­var­leg­ar af­leiðing­ar ef fólk er órit­fært

Þær segja að ný­lega hafi verið sýnd sænsk heim­ild­ar­mynd sem sýni al­var­leg­ar af­leiðing­ar þess þegar fólk er órit­fært. Til að mynda eru dæmi um að lög­reglu­skýrsl­ur haldi ekki fyr­ir dómi og lyfj­um rangt fram­vísað. Þetta hafi ekki verið rann­sakað á Íslandi enda lítið gert af mennt­a­rann­sókn­um hér á landi en fátt sem gefi til kynna að staðan sé önn­ur hér en í Svíþjóð.

Hæfn­in er sú sama hvort sem þú tjá­ir þig með penna eða lykla­borði. Þetta þarf að vera sjálf­virkt til þess að tján­ing­in fái að njóta sín seg­ir Guðbjörg. „Þú þarft alltaf að koma frá þér orðunum sama hvernig þú ger­ir það,“ seg­ir Auður. 

Unnið er að gerð matsramma fyr­ir rit­un hjá Mennta­mála­stofn­un og taka 90 kenn­ar­ar þátt í for­próf­un ramm­ans í vet­ur. „Við erum að von­ast til þess að þetta muni ramma inn hvað rit­un­ar­færni fel­ur í sér þannig að kenn­ar­ar séu komn­ir með verk­færi til að styðjast við í kennslu,“ seg­ir Katrín. Hún seg­ir að fjöldi kenn­ara í verk­efn­inu sýni vönt­un­ina á verk­fær­um fyr­ir kenn­ara til að styðjast við í kennsl­unni og að fjöldi kenn­ara, sem vildu aðstoða við for­próf­un­ina, hafi farið fram úr björt­ustu von­um. 

Mark­mið Fé­lags læsis­fræðinga er að leiða sam­an sér­fræðinga sem hafa lokið fram­halds­námi í læsis­fræðum og að koma á lagg­irn­ar sam­starfi við aðra fagaðila sem vilja stuðla að bættu læsi á Íslandi.

Að fá starfs­heitið læsis­fræðing­ur viður­kennt og gera sam­fé­lag­inu grein fyr­ir mik­il­vægi þess að þekk­ing og reynsla verði mark­visst nýtt til að bæta ár­ang­ur í læsi á Íslandi.

Að miðla starfsþró­un­ar­tæki­fær­um til fé­lags­manna og efla fag­lega umræðu um læsi með því að efla tengsl við inn­lend­ar og er­lend­ar stofn­an­ir og fé­laga­sam­tök sem vinna að bættu læsi. 

Stofn­fund­ur­inn verður ra­f­rænn og biðja þær Auður, Guðbjörg og Katrín áhuga­sama læsis­fræðinga um að skrá sig á fund­inn í gegn um net­fangið laes­is­fra­ed­ing­ar@gmail.com.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka