Störfum fjölgaði um 634% á tíu árum

Hestaferð við Reynisdranga. Vík í Mýrdal er afar vinsæll ferðamannastaður.
Hestaferð við Reynisdranga. Vík í Mýrdal er afar vinsæll ferðamannastaður. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á tíu ára tímabili fjölgaði störfum í ferðaþjónustu um 634% í Mýrdalshreppi. Rúmlega helmingur allra starfa í sveitarfélaginu er við ferðaþjónustu en hlutfallið var um 15% fyrir tíu árum.

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í greiningu sem Samtök sunnlenskra sveitarfélaga hafa látið taka saman um stöðu og þróun atvinnulífs á Suðurlandi.

Störfum í ferðaþjónustu á Suðurlandi hefur fjölgað um 1.937 frá 2012 til 2019 en það er 55% af fjölgun starfa á Suðurlandi á því tímabili. Laun í ferðaþjónustu á Suðurlandi eru 15% lægri en meðallaun í fjórðungnum. Meðallaun fyrir allar atvinnugreinar voru 498 þúsund á mánuði en 423 þúsund í ferðaþjónustu, að því er fram kemur í umfjölluun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert