Stuðningur við ríkisstjórnina eykst

Ríkisstjórn Íslands.
Ríkisstjórn Íslands. mbl.is/Hari

Fylgi Sjálf­stæðis­flokks­ins mæld­ist nú 24,0%, óbreytt frá síðustu könn­un MMR sem fram­kvæmd var í júlí. Eng­ar mark­tæk­ar breyt­ing­ar var að sjá á milli kann­ana en fylgi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar jókst um tæp tvö pró­sentu­stig frá síðustu mæl­ingu og mæld­ist nú 14,9% en fylgi Pírata minnkaði um rúmt pró­sentu­stig og mæld­ist nú 14,3%.

Þá jókst fylgi Viðreisn­ar um rúm­lega eitt og hálft pró­sentu­stig frá síðustu mæl­ingu og mæld­ist nú 10,0%.

Stuðning­ur við rík­is­stjórn­ina mæld­ist nú 50,1% og jókst um rúm tvö pró­sentu­stig frá síðustu könn­un, þar sem stuðning­ur mæld­ist 47,7%.

Fylgi Vinstri grænna mæld­ist nú 9,6% og mæld­ist 10,8% í síðustu könn­un. Fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins mæld­ist nú 8,9% og mæld­ist 8,6% í síðustu könn­un. Fylgi Miðflokks­ins mæld­ist nú 8,0% og mæld­ist 8,4% í síðustu könn­un. Fylgi Flokks fólks­ins mæld­ist nú 4,8% og mæld­ist 4,0% í síðustu könn­un. Fylgi Sósí­al­ista­flokks Íslands mæld­ist nú 3,4% og mæld­ist 5,1% í síðustu könn­un. Stuðning­ur við aðra mæld­ist 2,2% sam­an­lagt.

Nán­ar má lesa um könn­un­ina hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka