Viðunandi gæsluvarðhaldsúrræði verði tryggð

Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri Akureyri.
Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri Akureyri. mbl.is/Þorgeir

Páley Borgþórs­dótt­ir, lög­reglu­stjóri á Norður­landi eystra, lýs­ir ánægju með þá ákvörðun að lok­un hafi verið frestað á meðan skoðað var með yf­ir­veguðum hætti hvaða áhrif hún hefði á lög­gæsl­una og að til­lit hafi verið tekið til rök­semda embætt­is­ins. 

Í til­efni af ákvörðun um að loka fang­els­inu á Ak­ur­eyri hef­ur dóms­málaráðherra kynnt aðgerðir til efl­ing­ar al­mennri lög­gæslu á Ak­ur­eyri og ná­grenni. Styrk­ing lög­gæsl­unn­ar sam­kvæmt þeim felst í því að bæta ein­um manni við út­kallsvakt lög­reglu all­an sól­ar­hring­inn, sem nem­ur fjór­um stöðugild­um og kost­ar 62 millj­ón­ir króna.
Fangelsið á Akureyri.
Fang­elsið á Ak­ur­eyri. Morg­un­blaðið/​Hjálm­ar S. Brynj­ólfs­son
„Þegar ákvörðun var tek­in í sum­ar var þessi styrk­ing lög­regl­unn­ar ekki á borðinu og ekki hafði verið litið til þeirra áhrifa sem lok­un­in hefði á lög­regl­una á Norður­landi eystra. Fjög­ur stöðugildi eru það sem rík­is­lög­reglu­stjóri taldi í áliti sínu vera lág­marks­styrk­ingu.
Áður hef­ur embættið bent á að til þess að sinna föng­um þurfa tveir lög­reglu­menn að fara inn úr út­kallsliði en skamm­tíma­vist­an­ir hjá embætt­inu eru um 300 á ári og er sá fjöldi nokkuð stöðugur á milli ára. Lög­regl­an hefði því þurft frek­ari styrk­ingu.
Þá er mik­ils virði fyr­ir rann­sókn­ir embætt­is­ins að tryggja eigi full­nægj­andi gæslu­v­arðhaldsúr­ræði á Ak­ur­eyri sem fang­els­is­mála­stofn­un mann­ar og lýs­ir embættið yfir ánægju sinni með það,“ skrif­ar Páley á face­booksíðu lög­regl­unn­ar á Norður­landi eystra.
Þar kem­ur fram að fjár­fram­lög sem komið hafa til embætt­is­ins á síðustu árum vegna fjölg­un­ar ferðamanna, há­lendis­eft­ir­lits og landa­mæra­eft­ir­lits séu vel nýtt og ekki kom­in til vegna lok­un­ar fang­els­is­ins held­ur af ann­arri lög­gæsluþörf.

Fáir lög­reglu­menn á hvern íbúa

„Í skýrslu rík­is­end­ur­skoðunar síðan í fe­brú­ar 2020 kem­ur fram að embætti lög­reglu­stjór­ans á Norður­landi eystra hef­ur hvað fæsta lög­reglu­menn á bak við hverja þúsund íbúa eða 1,7 á meðan til dæm­is lög­reglu­stjór­inn á Suður­nesj­um hef­ur 3,9 þrátt fyr­ir að það sé land­fræðilega minna og stutt sé í aðstoð frá öðrum lög­regluliðum.
Varðandi fjölg­un í sér­sveit á Ak­ur­eyri í tvo menn, þá hef­ur sá maður þegar hafið störf og ákvörðun rík­is­lög­reglu­stjóra var ekki tek­in í tengsl­um við ákvörðun um lok­un fang­els­is­ins. Þá er bent á að fyr­ir nokkr­um árum voru sér­sveit­ar­menn á Ak­ur­eyri fjór­ir,“ seg­ir Páley.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka