Gefur kost á lægri flugfargjöldum til borgarinnar

Flogið yfir Reykjavíkurflugvöll.
Flogið yfir Reykjavíkurflugvöll. mbl.is/Árni Sæberg

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra, býður til blaðamanna­fund­ar í dag sem hald­inn verður í flug­stöðvar­hús­inu á Eg­ilsstaðaflug­velli. Ráðherra mun þar kynna nýj­ung, sem mun gefa íbú­um á lands­byggðinni sem búa fjarri höfuðborg­inni kost á lægri flug­far­gjöld­um til borg­ar­inn­ar. 

Fund­ur­inn hefst kl. 13 og hægt er að fylgj­ast með hon­um hér fyr­ir neðan. 

Verk­efnið er eitt af stefnu­mál­um ráðherra og hluti af stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar og samþykkt af Alþingi í sam­göngu­áætlun. Verk­efnið hef­ur gengið und­ir vinnu­heit­inu skoska leiðin en fær nú nýtt nafn. Und­ir­bún­ing­ur að út­færslu á greiðsluþátt­töku rík­is­ins í inn­an­lands­flugi hef­ur staðið í nokk­urn tíma en verður gert aðgengi­legt á Ísland.is í takt við áhersl­ur um sta­f­ræna þjón­ustu hins op­in­bera, að því er seg­ir í til­kynn­ingu. 

Fund­in­um verður streymt beint.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert