Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, býður til blaðamannafundar í dag sem haldinn verður í flugstöðvarhúsinu á Egilsstaðaflugvelli. Ráðherra mun þar kynna nýjung, sem mun gefa íbúum á landsbyggðinni sem búa fjarri höfuðborginni kost á lægri flugfargjöldum til borgarinnar.
Fundurinn hefst kl. 13 og hægt er að fylgjast með honum hér fyrir neðan.
Verkefnið er eitt af stefnumálum ráðherra og hluti af stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og samþykkt af Alþingi í samgönguáætlun. Verkefnið hefur gengið undir vinnuheitinu skoska leiðin en fær nú nýtt nafn. Undirbúningur að útfærslu á greiðsluþátttöku ríkisins í innanlandsflugi hefur staðið í nokkurn tíma en verður gert aðgengilegt á Ísland.is í takt við áherslur um stafræna þjónustu hins opinbera, að því er segir í tilkynningu.
Fundinum verður streymt beint.