Dánartíðni 70 ára og eldri var lægri fyrstu 33 vikur ársins en það tímabil árin 2017 til 2019. Þá létust færri að meðaltali í viku hverri í ár.
Þetta kemur fram hjá Hagstofunni. Að meðaltali dóu 43 í viku hverri en til samanburðar hafa tíu látist í kórónuveirufaraldrinum í ár.
Haraldur Briem, fv. sóttvarnalæknir, segir þróunina innan vikmarka. Hins vegar kunni betri smitvarnir að hafa skilað árangri.
Hann bendir á að inflúensan hafi verið væg síðasta vetur. „Það er alltaf pínulítill umframdauði þegar hún er að ganga,“ segir Haraldur í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.