Spálíkan Háskóla Íslands gerir ráð fyrir því að fjöldi smita næstu þrjár vikur verði á bilinu eitt til fjögur á dag en geti þó orðið átta. Er þetta breyting frá síðasta spálíkani þar sem því var spáð að fjöldi nýgreindra smita yrði á bilinu eitt til fimm en gætu orðið hátt í ellefu.
Uppfært spálíkan Háskóla Íslands birtist í dag, en þar segir að í þessari bylgju sé uppsafnaður fjöldi orðinn 241 smit, en eftir þrjár vikur sé uppsafnaður fjöldi smita í annarri bylgju líklegur til að vera á bilinu 250 til 300 tilvik en gæti orðið allt að 360. Þetta ráðist af því hversu vel takist til við að viðhalda opinberum og einstaklingsbundnum sóttvörnum auk mögulegra áhrifa vegna upphafs nýs skólaárs.
Þá hafa líkurnar á engum daglegum smitum hækkað úr u.þ.b. 12% í 25%.