Eitt til fjögur smit á dag næstu þrjár vikur

Uppfært spálíkan Háskóla Íslands birtist í dag.
Uppfært spálíkan Háskóla Íslands birtist í dag. mbl.is/Ómar Óskarsson

Spálík­an Há­skóla Íslands ger­ir ráð fyr­ir því að fjöldi smita næstu þrjár vik­ur verði á bil­inu eitt til fjög­ur á dag en geti þó orðið átta. Er þetta breyt­ing frá síðasta spálíkani þar sem því var spáð að fjöldi ný­greindra smita yrði á bil­inu eitt til fimm en gætu orðið hátt í ell­efu.

Upp­fært spálík­an Há­skóla Íslands birt­ist í dag, en þar seg­ir að í þess­ari bylgju sé upp­safnaður fjöldi orðinn 241 smit, en eft­ir þrjár vik­ur sé upp­safnaður fjöldi smita í ann­arri bylgju lík­leg­ur til að vera á bil­inu 250 til 300 til­vik en gæti orðið allt að 360. Þetta ráðist af því hversu vel tak­ist til við að viðhalda op­in­ber­um og ein­stak­lings­bundn­um sótt­vörn­um auk mögu­legra áhrifa vegna upp­hafs nýs skóla­árs.

Þá hafa lík­urn­ar á eng­um dag­leg­um smit­um hækkað úr u.þ.b. 12% í 25%.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert