Endurskoða hækkun á skólamat

Bæjarstjórn Seltjarnarness ákvað í gær að endurskoða ákvörðun um að …
Bæjarstjórn Seltjarnarness ákvað í gær að endurskoða ákvörðun um að hætta að niðurgreiða skólamat. mbl.is/Golli

Bæj­ar­stjórn Seltjarn­ar­ness samþykkti í gær að end­ur­skoða ákvörðun um að hætta niður­greiðslu skóla­mat­ar í bæn­um. Mik­il óánægja hef­ur verið meðal for­eldra grunn­skóla­barna í haust.

„Við tók­um und­ir þau sjón­ar­mið sem for­eldra­fé­lagið setti fram og það var ein­hug­ur um þessa ákvörðun í bæj­ar­stjórn. Það hefði mátt kynna þetta mál bet­ur,“ seg­ir Magnús Örn Guðmunds­son, for­seti bæj­ar­stjórn­ar á Seltjarn­ar­nesi.

Á fundi bæj­ar­stjórn­ar í gær var ákveðið að halda áfram niður­greiðslu á skóla­mat grunn­skóla­barna í bæn­um. Eins og komið hef­ur fram í Morg­un­blaðinu og á mbl.is var fram­leiðsla og fram­reiðsla skóla­mat­ar á Seltjarn­ar­nesi boðin út í vor og sam­fara þeim breyt­ing­um var ákveðið að hætta niður­greiðslu í sparnaðarskyni. Sú ákvörðun var ekki kynnt for­eldr­um sér­stak­lega og brá því mörg­um í brún í haust þegar fyrsti reikn­ing­ur fyr­ir þjón­ust­una barst. Kostaði hver máltíð 655 krón­ur og nam hækk­un­in tug­um pró­senta á milli ára.

„Bæj­ar­stjórn samþykkti á fundi sín­um í dag 9. sept­em­ber að breyta verðskrá skóla­máltíða grunn­skóla þannig að há­deg­is­mat­ur hækk­ar um liðlega 2,5%. Þannig mun há­deg­is­mat­ur kosta 532 kr. í staðinn fyr­ir 519 kr. í fyrra. Verðskrá fyr­ir ávexti verður 99 kr. en var 136 kr. í fyrra,“ seg­ir í frétt á vefsíðu Seltjarn­ar­nes­bæj­ar.

For­eldra­fé­lag Grunn­skóla Seltjarn­ar­ness sendi bæj­ar­stjórn bréf í lok síðasta mánaðar þar sem farið var fram á að sú ákvörðun að hætta niður­greiðslu skóla­mat­ar yrði end­ur­skoðuð. Jafn­framt var sam­skipta­leysi bæj­ar­yf­ir­valda harmað.

„Seltjarn­ar­nes­bær hef­ur þegar tekið und­ir at­huga­semd­ir og ábend­ing­ar For­eldra­fé­lags grunn­skól­ans um að bet­ur hefði mátt standa að kynn­ingu á breyttu fyr­ir­komu­lagi. Að kynna hefði mátt mun fyrr og með skýr­ari hætti í hverju breyt­ing­arn­ar fæl­ust sem og hvaða áhrif ólík inn­heimtuaðferð hefðu í för með sér í hverj­um mánuði fyr­ir sig,“ seg­ir á vef bæj­ar­ins. 

Magnús Örn Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar Seltjarnarness.
Magnús Örn Guðmunds­son, for­seti bæj­ar­stjórn­ar Seltjarn­ar­ness.

Magnús Örn seg­ir í sam­tali við mbl.is að mik­il ánægja hafi verið með þjón­ustu Skóla­mats sem nú sér um mat­reiðslu fyr­ir bæj­ar­fé­lagið og 91% nem­enda í grunn­skóla bæj­ar­ins séu í áskrift að há­deg­is­mat. Hagræði fel­ist í því að nú sé greitt fyr­ir hverja máltíð í staðinn fyr­ir fast mánaðar­gjald áður. Hann fellst þó á að bet­ur hefði mátt standa að þeim breyt­ing­um sem gengu í garð í skóla­byrj­un auk þess sem tíma­setn­ing­in hafi ekki verið heppi­leg með til­liti til ástands­ins í þjóðfé­lag­inu. 

„Við erum að taka fullt af erfiðum ákvörðunum þessi miss­er­in varðandi hagræðingu í rekstri. Oft þarf að end­ur­skoða erfiðar ákv­arðanir og breyta. Það var það sem við gerðum nú. Staðreynd­in er samt sú að þessi aðgerð kost­ar ell­efu millj­ón­ir króna og þá pen­inga þarf auðvitað að finna ann­ars staðar því það er halli á rekstri bæj­ar­ins.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert