Fjögur ný innanlandssmit kórónuveirunnar greindust á sameiginlegri deild sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans og Íslenskrar erfðagreiningar í gær.
Tveir þeirra sem greindust með smitin voru þegar í sóttkví við greiningu, en hinir tveir voru utan sóttkvíar.
Þetta kemur fram á covid.is.
Þrír greindust með veiruna á landamærum og bíða sýni þeirra öll mótefnamælingar.
Í einangrun eru nú 75 manns. Í sóttkví eru 302, en 2.879 í svokallaðri skimunarsóttkví eftir komu til landsins. Einn liggur inni á sjúkrahúsi.
Tekin voru 516 sýni hjá Íslenskri erfðagreiningu og sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og 1.068 sýni tengd landamæraskimun.