Fjögur ný smit

Þrír greind­ust með veiruna á landa­mær­um.
Þrír greind­ust með veiruna á landa­mær­um. Landspítali/Þorkell Þorkelsson

Fjög­ur ný inn­an­lands­smit kór­ónu­veirunn­ar greind­ust á sam­eig­in­legri deild sýkla- og veiru­fræðideild­ar Land­spít­al­ans og Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar í gær.

Tveir þeirra sem greind­ust með smit­in voru þegar í sótt­kví við grein­ingu, en hinir tveir voru utan sótt­kví­ar.

Þetta kem­ur fram á covid.is.

Fjög­ur smit á landa­mær­um

Þrír greind­ust með veiruna á landa­mær­um og bíða sýni þeirra öll mót­efna­mæl­ing­ar.

Í ein­angr­un eru nú 75 manns. Í sótt­kví eru 302, en 2.879 í svo­kallaðri skimun­ar­sótt­kví eft­ir komu til lands­ins. Einn ligg­ur inni á sjúkra­húsi.

Tek­in voru 516 sýni hjá Íslenskri erfðagrein­ingu og sýkla- og veiru­fræðideild Land­spít­al­ans og 1.068 sýni tengd landa­mæra­skimun.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert