Flugfreyjur bíða og vona

Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélagsins.
Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélagsins. mbl.is/Árni Sæberg

Formaður Flug­freyju­fé­lags Íslands von­ast eft­ir end­ur­ráðning­um á næst­unni en viður­kenn­ir að staðan sé ekki góð. Aðeins 20% flug­freyja í fé­lag­inu sem voru við störf í mars fljúga í dag.

„Auðvitað von­umst við eft­ir því að end­ur­ráðning­ar verði sem fyrst en staðan er ekki góð núna varðandi flug­sam­göng­ur,“ seg­ir Guðlaug Lín­ey Jó­hanns­dótt­ir, formaður Flug­freyju­fé­lags Íslands.

Nýj­ustu frétt­ir úr flug­heim­in­um hafa ekki verið uppörv­andi fyr­ir flug­freyj­ur. Í gær kvaðst Þóra Eggerts­dótt­ir, for­stöðumaður inn­an­lands­flugs hjá Air Ice­land Conn­ect, ekki sjá fram á end­ur­ráðning­ar starfs­manna fyr­ir­tæk­is­ins að liðnum upp­sagn­ar­fresti þeirra sem sagt var upp í kjöl­far veiruf­ar­ald­urs­ins. Reglu­lega birt­ast svo frétt­ir af því að Icelanda­ir felli niður flug vegna dræmr­ar eft­ir­spurn­ar. Þær flug­freyj­ur sem haldið hafa starfi sínu hjá Icelanda­ir eru í skertu starfs­hlut­falli fram á næsta ár.

„Við von­umst til að hægt verði að opna fyr­ir end­ur­ráðning­ar hjá Air Ice­land Conn­ect og við bíðum eft­ir að Am­er­íka opn­ist hjá Icelanda­ir. Það myndi vænt­an­lega auka áhafn­arþörf­ina ef hægt verður að fljúga í báðar átti á ný. Við erum bara í þeirri stöðu að bíða og vona,“ seg­ir Guðlaug.

Hún seg­ir aðspurð að ef staða fé­lags­manna í Flug­freyju­fé­lagi Íslands í dag sé bor­in sam­an við stöðuna í byrj­un mars á þessu ári sé hún í gróf­um drátt­um þannig að um það bil 20% fé­lags­manna séu starf­andi í fag­inu. Um 80% hafi misst vinn­una.

„Við höf­um nóg að gera við að aðstoða okk­ar fé­lags­menn, þar eru næg verk­efni. Við erum núna að skoða ým­iss kon­ar fræðslu og fleira fyr­ir vet­ur­inn,“ seg­ir Guðlaug.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert