Gæti haft „hrollvekjandi afleiðingar“

Julian Assange, stofnandi Wikileaks.
Julian Assange, stofnandi Wikileaks. AFP

Magnús Davíð Norðdahl, formaður Íslands­deild­ar Am­nesty In­ternati­onal, og Anna Lúðvíks­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri deild­ar­inn­ar, af­hentu í dag full­trú­um banda­ríska sendi­ráðsins á Íslandi und­ir­skrift­ir 3.581 ein­stak­linga sem krefjast þess að Banda­rík­in felli niður ákær­ur á hend­ur Ju­li­an Assange en hann er í haldi í Bretlandi á grund­velli framsals­beiðni Banda­ríkj­anna.

 Ju­li­an Assange, sem er stofn­andi Wiki­leaks, gæti átt á hættu varð­haldsvist við aðstæður sem telj­ast til pynd­inga og annarr­ar illr­ar meðferðar, t.d. ein­angr­un­ar­vist. Í ljósi há­værr­ar opin­berr­ar umræðu embætt­is­fólks í efstu lög­um stjórn­sýsl­unn­ar gegn hon­um er mik­il hætta á ósann­gjörn­um rétt­ar­höld­um sem gref­ur al­var­lega und­an rétti Ju­li­an Assange til að vera álit­inn sak­laus uns sekt er sönnuð, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu Íslands­deild­ar Am­nesty.

„Ju­li­an Assange birti trúnaðargögn í tengsl­um við störf sín hjá Wiki­leaks. Slík birt­ing á ekki að vera ref­is­verð og svip­ar til starfa fjöl­miðlafólks sem reglu­lega rann­sak­ar mál í starfi sínu. Þess­ar ákær­ur gætu haft hroll­vekj­andi af­leiðing­ar fyr­ir tján­ing­ar­frelsið og leitt til þess að fjöl­miðlafólk rit­skoði sjálft sig af ótta við mál­sókn,“ seg­ir í til­kynn­ingu Am­nesty.

Fulltrúar Íslandsdeildar Amnesty International afhentu undirskriftirnar í bandaríska sendiráðinu í …
Full­trú­ar Íslands­deild­ar Am­nesty In­ternati­onal af­hentu und­ir­skrift­irn­ar í banda­ríska sendi­ráðinu í dag.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert