Hlutfall virkra smita tífaldast

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ljósmynd/Lögreglan

Hlut­fall þeirra sem grein­ast með virkt smit við landa­mær­in fer vax­andi og skýrist það lík­lega af vax­andi út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar er­lend­is. Hlut­fall þeirra sem höfðu virk smit við grein­ingu á landa­mær­un­um í júní og júlí var 0,03% en und­an­farn­ar þrjár vik­ur er hlut­fallið 0,3%.

Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðna­son­ar sótt­varna­lækn­is á upp­lýs­inga­fundi al­manna­varna­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra í dag.

Hvað varðar stöðuna inn­an­lands sagði Þórólf­ur að virk­um smit­um fækki hægt og ör­ugg­lega og að sama megi segja um fjölda í sótt­kví. Áfram megi bú­ast við því að sjá tvö til sex ný inn­an­lands­smit á dag, auk hugs­an­legra lít­illa hóp­sýk­inga. Þetta sé allt í sam­ræmi við spálík­an Há­skóla Íslands.

60% þeirra sem grein­ast með virk smit við landa­mær­in eru bú­sett­ir á Íslandi og 24% eru ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar, sagði Þórólf­ur.

Þá sagði hann veiruna í sókn í ná­granna­lönd­um, svo sem Dan­mörku, Nor­egi og Bretlandi þar sem stjórn­völd eru að grípa til hertra aðgerða.

Legg­ur til að stytta 14 daga sótt­kví með sýna­töku

Það sem er framund­an er að tak­mark­an­ir inn­an­lands gilda til 27. sept­em­ber, en Þórólf­ur held­ur að horft sé fram á að þurfi að aflétta tak­mörk­un­um í litl­um skref­um. Eins metra regl­an sé mjög mik­il­væg og ein sú mik­il­væg­asta í að hefta út­breiðslu veirunn­ar.

Þórólf­ur stefn­ir að því að slaka á til­mæl­um inn­an­lands eft­ir tvær til þrjár vik­ur ef allt geng­ur vel.

Þá hef­ur Þórólf­ur sent til­lög­ur til ráðherra um að stytta 14 daga sótt­kví, en gögn og rann­sókn­ir sýna að stytta megi sótt­kví með sýna­töku á sjö­unda degi. Það þurfi þá að setja það í reglu­gerð, sem sé hlut­verk heil­brigðisráðherra.

Seg­ir Þórólf­ur að skyn­sam­leg­ast sé að fara mjög hægt í að aflétta tak­mörk­un­um á landa­mær­um og að ekki sé rétt að aflétta ráðstöf­un­um sam­tím­is inn­an­lands og á landa­mær­um.

Vinna um framtíðarút­færslu á skimun­um með til­liti til mis­mun­andi hags­muna þurfi að fara fram sem fyrst.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert