Ísland í 9. sæti

Athygli vekur að Ísland fellur niður um þrjú sæti á …
Athygli vekur að Ísland fellur niður um þrjú sæti á milli ára. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ísland er í 9. sæti af 163 lönd­um, hvað varðar lífs­gæði og styrk sam­fé­lags­legra innviða. Þetta sýn­ir ár­leg út­tekt á vísi­tölu fé­lags­legra fram­fara, sem birt er í dag.

Niður­stöður út­tekt­ar­inn­ar gefa til kynna að Ísland sé í 9. sæti af 163 þjóðum, en vísi­tal­an er gef­in út af stofn­un­inni Social Progress Im­perati­ve og sam­an­stend­ur af fimm­tíu sam­ræmd­um vís­um um fé­lags­leg­ar fram­far­ir sem ná yfir tíu ára tíma­bil.

At­hygli vek­ur að Ísland fell­ur niður um þrjú sæti á milli ára og um sjö sæti á tveim­ur árum, en landið skipaði 2. sæti list­ans árið 2018. Þegar horft er yfir 10 ára tíma­bil hef­ur Ísland þó bætt sig um 1,39 stig og er nú með 91,09 stig. Efst trón­ir Nor­eg­ur með 92,73 stig.

Bygg­ir á fé­lags- og um­hverf­is­leg­um þátt­um

Í til­kynn­ingu frá SPI seg­ir að mæli­kv­arðinn byggi ein­ung­is á fé­lags­leg­um og um­hverf­is­leg­um þátt­um og eng­um hagræn­um stærðum. Vísi­tal­an byggi á þrem­ur grunnstoðum; grunnþörf­um ein­stak­lings­ins, und­ir­stöðum vel­ferðar og tæki­fær­um ein­stak­lings­ins.

„Vísi­tal­an er reiknuð ár­lega fyr­ir flest öll lönd heims­ins og nær nú 2020 til um 99,85% íbúa heims­ins. Þessi mæli­kv­arði sem bygg­ir á meira en 80.000 ein­ing­um gagna, gef­ur mynd af því hversu vel þjóðum heims hef­ur tek­ist til að tryggja íbú­um sín­um vel­ferð og skapa þeim tæki­færi til að bæta líf sitt,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Ítar­legri upp­lýs­ing­ar má nálg­ast á vef Social Progress Im­perati­ve.

Hald­inn er fund­ur klukk­an 14 í dag um stöðu fé­lags­legra fram­fara í heim­in­um. Á meðal þátt­tak­enda eru Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra Íslands og Car­los Al­vara­do Qu­es­ada, for­seti Kosta Ríka. Fund­in­um verður streymt hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert