Kirkjuþing kemur saman

Frá kirkjuþingi árið 2017, og nálægð fundargesta eftir því.
Frá kirkjuþingi árið 2017, og nálægð fundargesta eftir því. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kirkjuþing kemur saman í dag, meðal annars til að ganga frá málum sem ekki náðist að afgreiða fyrir frestun fundar á síðasta ári.

Hófst fundurinn klukkan 14 og er streymt hér, en málaskrá þingsins má lesa hér.

Fram kemur á vef þjóðkirkjunnar að kirkjuþing hafi æðsta valdið í málefnum hennar, innan lögmæltra marka.

„Þingið kemur árlega saman til fundar á haustdögum. Heimilt er að gera allt að sex mánaða hlé á þingfundum milli umræðna eða áður en síðari umræðu um þingmál lýkur. Á þinginu sitja 29 fulltrúar, 12 vígðir og 17 leikmenn. Forseti kirkjuþings er kjörinn úr röðum leikmanna. Núverandi forseti er Drífa Hjartardóttir.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka