Kirkjuþing kemur saman

Frá kirkjuþingi árið 2017, og nálægð fundargesta eftir því.
Frá kirkjuþingi árið 2017, og nálægð fundargesta eftir því. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kirkjuþing kem­ur sam­an í dag, meðal ann­ars til að ganga frá mál­um sem ekki náðist að af­greiða fyr­ir frest­un fund­ar á síðasta ári.

Hófst fund­ur­inn klukk­an 14 og er streymt hér, en mála­skrá þings­ins má lesa hér.

Fram kem­ur á vef þjóðkirkj­unn­ar að kirkjuþing hafi æðsta valdið í mál­efn­um henn­ar, inn­an lög­mæltra marka.

„Þingið kem­ur ár­lega sam­an til fund­ar á haust­dög­um. Heim­ilt er að gera allt að sex mánaða hlé á þing­fund­um milli umræðna eða áður en síðari umræðu um þing­mál lýk­ur. Á þing­inu sitja 29 full­trú­ar, 12 vígðir og 17 leik­menn. For­seti kirkjuþings er kjör­inn úr röðum leik­manna. Nú­ver­andi for­seti er Drífa Hjart­ar­dótt­ir.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert