Loka fyrir umferð vegna tengingar fráveitu

Þetta kort fylgir tilkynningunni og sýnir fyrirhugaðar lokanir.
Þetta kort fylgir tilkynningunni og sýnir fyrirhugaðar lokanir. Kort/Veitur

Veit­ur hyggj­ast nú tengja frá­veit­una, sem ligg­ur und­ir Póst­hús­stræti við Tryggvagötu, við brunn sem staðsett­ur er við aust­ur­horn dreif­istöðvar­inn­ar í Póst­hús­stræti, skammt frá Bæj­ar­ins beztu.

Frá þessu er greint í til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg. Seg­ir í henni að göngu­leiðir verði greiðar á svæðinu meðan á fram­kvæmd­um stend­ur. Loka þurfi fyr­ir bílaum­ferð frá Póst­hús­stræti að Tryggvagötu og fyr­ir aðra ak­rein fyr­ir fram­an Hafn­ar­húsið, Tryggvagötu 17, nema fyr­ir vöru­flutn­inga, neyðarbíla og vinnu­vél­ar.

Fram­kvæmd­in hefst 21. sept­em­ber og er full­yrt að hún muni standa yfir í mánuð.

„Veit­ur vinna að því mark­visst að aðgreina skólp og regn­vatn í miðborg­inni og hafa fundið og valið leiðir til að koma regn­vatni frá vatna­svæði Tjarn­ar­inn­ar og Kvos­ar til sjáv­ar. Við hönn­un á nýju skól­p­lögn­inni á þessu svæði var ekki hægt að tengja hana með góðum hætti til framtíðar nema með því að fara inn í brunn við dreif­istöðina við hlið Bæj­ar­ins beztu,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Fram­kvæmd­ir við end­ur­nýj­un Tryggvagötu

Um þess­ar mund­ir standi yfir fram­kvæmd­ir við end­ur­nýj­un Tryggvagötu.

„Þegar það kom að því að grafa við verk­mörk við Tryggvagötu - Póst­hús­stræti kom í ljós að stein­bryggj­an sem graf­in var upp náði of langt til suðurs. Nú­ver­andi lögn var þannig lögð að ómögu­legt var að ná teng­ingu við hana Tryggvagötu meg­in við vegg­inn og þar að auki hefði hún lent í árekstri við nýju regn­vatns­lögn­ina.“

Þar með hafi orðið óhjá­kvæmi­legt að fara í þessa aðgerð núna.

„Einnig er nauðsyn­legt að taka til­lit til neðanj­arðar­veggj­ar­ins og forn­leifa hand­an við hann og hanna lagn­irn­ar í gegn­um hann í fullu sam­ráði við Minja­stofn­un. Þessi aðgerð er mikið þarfaþing en hún var á fimm ára áætl­un Veitna. Það hent­ar sér­lega vel að ráðast í hana núna og ætti hún að ganga greiðlega fyr­ir sig.“

Um fram­kvæmd­ina á vef borg­ar­inn­ar

Um fram­kvæmd­ina á vef Veitna

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert