Rifu verndað hús við Skólavörðustíg

Húsið fallið.
Húsið fallið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hús við Skóla­vörðustíg 36 var rifið í gær. Nikulás Úlfar Más­son, bygg­ing­ar­full­trúi Reykja­vík­ur, sagði við Morg­un­blaðið að ekki hefði legið fyr­ir leyfi til þess að rífa húsið þar sem það nyti vernd­ar byggðamynst­urs.

Ein­ung­is hefði verið veitt leyfi til að bæta við einni hæð ofan á það en ekk­ert leyfi til niðurrifs hefði verið veitt. Sagði hann að full­trú­ar færu á staðinn á fimmtu­dags­morg­un til að kanna málið.

Eig­andi húss­ins sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið að fyr­ir hefðu legið öll til­skil­in leyfi. Til hefði staðið að byggja hæð ofan á húsið en í ljós komið að burðar­virki þess þyldi það ekki vegna þess að ein­hverju áður hefðu glugg­ar verið skorn­ir út á fram­hliðinni sem veiktu burðar­virkið. Því hefði húsið verið rifið og til stæði að byggja það aft­ur í upp­runa­legri mynd. Fullt sam­ráð hefði verið haft við eft­ir­litsaðila. Þessu hafn­ar bygg­ing­ar­full­trúi í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka