Segja ummæli Áslaugar köld og ónærgætin

Fyr­ir­hugað er að senda þau Abdalla, níu ára, Mu­stafa, tveggja …
Fyr­ir­hugað er að senda þau Abdalla, níu ára, Mu­stafa, tveggja ára, Hamza, fimm ára og Rewida, tólf ára, úr landi þann 16. sept­em­ber næst­kom­andi Ljósmynd/Sema Erla Serdar

Solar­is, hjálp­ar­sam­tök fyr­ir hæl­is­leit­end­ur og flótta­fólk á Íslandi, harma um­mæli Áslaug­ar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur dóms­málaráðherra um að ekki komi til greina að gera reglu­gerðarbreyt­ing­ar til þess að bjarga ein­staka fjöl­skyld­um. Sam­tök­in segja um­mæl­in ein­kenn­ast af kald­lyndi og ónær­gætni. Þetta kem­ur fram í álykt­un stjórn­ar sam­tak­anna.

Stjórn Solar­is – hjálp­ar­sam­taka fyr­ir hæl­is­leit­end­ur og flótta­fólk á Íslandi harm­ar um­mæli Áslaug­ar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­málaráðherra, sem sagði í frétt­um í kvöld að „ekki komi til greina að gera reglu­gerðarbreyt­ing­ar til að bjarga ein­staka fjöl­skyld­um sem fara í fjöl­miðla,“ seg­ir í álykt­un Solar­is en þar er vísað til egypskr­ar fjöl­skyldu sem stjórn­völd fyr­ir­huga að senda úr landi um miðjan sept­em­ber.

Börn sem aðlag­ist eigi að búa hér 

Enn frem­ur hafn­ar stjórn sam­tak­anna því sem þau kalla „til­raun ráðherra til þess að fría sig ábyrgð í mála­flokki sem hann ber ábyrgð á“. Þá er ráðherra hvatt­ur til þess að beita sér fyr­ir því að öll börn, sem búið hafi á Íslandi í jafn lang­an tíma og þau börn sem nú er fyr­ir­hugað að senda úr landi, fái skjól og vernd hér á landi. Egypska fjöl­skyld­an sem senda á úr landi sótti upp­haf­lega um hæli fyr­ir rúm­um tveim­ur árum, líkt og fram kem­ur í frétt mbl.is um málið.

Í lok álykt­un­ar­inn­ar seg­ir stjórn Solar­is að ósk­andi væri að „stjórn­völd settu sér stefnu í mál­efn­um fólks á flótta sem bygg­ir á mannúð, sam­kennd og mann­rétt­ind­um“. Segja sam­tök­in að það muni þá ef til vill koma í veg fyr­ir að fólk neyðist til þess að fara með mál sín í fjöl­miðla í ör­vænt­ingu sinni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert