Styrkir forvarnastarf um 18 milljónir

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigðisráðherra hef­ur ákveðið að veita Píeta-sam­tök­un­um 6 millj­ón­ir króna á þessu ári til að efla for­varn­astarf sam­tak­anna gegn sjálfs­víg­um og sjálfsskaða.

Jafn­framt mun ráðherra tryggja 12 millj­óna króna fjár­magn fyr­ir stöðu verk­efna­stjóra sjálfs­vígs­for­varna hjá embætti land­lækn­is út næsta ár. Þetta kem­ur fram á vef ráðuneyt­is­ins. 

Fram kem­ur, að ákvörðun Svandís­ar sé í sam­ræmi við áhersl­ur sam­ráðsfund­ar embætt­is land­lækn­is og heil­brigðisráðuneyt­is­ins 2. sept­em­ber sem hald­inn var með aðilum stofn­ana og fé­laga­sam­taka sem tengj­ast for­varn­a­starfi gegn sjálfs­víg­um. Alþjóðleg­ur for­varnadag­ur gegn sjálfs­víg­um er í dag.

Á sam­ráðsfund­in­um var rætt um að erfiðleik­ar fólks í sam­fé­lag­inu sem tengj­ast heims­far­aldri og heimskreppu séu vax­andi og ljóst að ástandið sé farið að hafa al­var­leg áhrif á geðheil­brigði. Rann­sókn­ir, bæði hér­lend­ar og er­lend­ar sýna einnig fram á þetta. Fund­ar­menn voru sam­mála um að nú væri áríðandi að grípa til aðgerða án taf­ar, að því er seg­ir í frétt ráðuneyt­is­ins. 

Aðgerðaáætl­un til að fækka sjálfs­víg­um á Íslandi var samþykkt í apríl 2018. Í áætl­un­inni eru til­lög­ur um marg­vís­leg­ar aðgerðir sem mik­il­vægt er að hrinda í fram­kvæmd og fylgja eft­ir til að sporna við sjálfs­víg­um hér á landi.

Nán­ar hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert