„Svona lögbrot, þau verða kærð“

00:00
00:00

„Svona lög­brot, þau verða kærð,“ seg­ir Sig­ur­borg Ósk Har­alds­dótt­ir, formaður skipu­lags- og sam­gönguráðs Reykja­vík­ur­borg­ar, um niðurrif húss­ins sem stóð við Skóla­vörðustíg 36. Hún seg­ir mikla eft­ir­sjá að hús­inu sem var friðað vegna hverf­is­vernd­ar.

Í mynd­skeiðinu er rætt við Sig­ur­borgu við Skóla­vörðustíg þar sem verið var að hreinsa upp rúst­ir gamla húss­ins í morg­un.

Verslun Þorsteins Bergmanns var lengi til húsa við Skólavörðustíg 36 …
Versl­un Þor­steins Berg­manns var lengi til húsa við Skóla­vörðustíg 36 en húsið var byggt fyr­ir tæp­um hundrað árum síðan. Nú stefn­ir í dóms­mál vegna niðurrifs­ins. Ljós­mynd/​Google.

Birg­ir Örn Arn­ar­son, eig­andi húss­ins, seg­ir í sam­tali við RÚV að um óhapp hafi verið að ræða. Í sam­tali við Morg­un­blaðið í gær vegna frétt­ar sem birt­ist á forsíðu blaðsins í dag, var þó haft eft­ir hon­um að húsið hefði verið rifið með vit­und frá full­trú­um borg­ar­inn­ar. Hann hafi verið bú­inn að til­kynna starfs­mönn­um á veg­um borg­ar­inn­ar að um leið og að farið yrði í fram­kvæmd­ir við að hækka húsið um eina hæð væri ljóst að það myndi ekki þola raskið þar sem að burðar­virki húss­ins hefði verið laskað. 

Sam­bæri­legt mál kom upp fyr­ir ekki svo löngu síðan þegar verið var að byggja Ex­eter-hót­elið við Tryggvagötu. Sig­ur­borg seg­ir að það bíði nú upp­töku Héraðsdóms Reykja­vík­ur og hefði átt að vera eig­anda víti til varnaðar. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert