Einn heppinn miðaeigandi í Happdrætti Háskóla Íslands vann fimm milljónir króna í aðalútdrætti happdrættisins í kvöld. Sjö miðaeigendur unnu eina milljón króna og tólf fengu hálfa milljón króna í sinn hlut.
Um 3.380 einstaklingar skiptu með sér 101 milljón króna í útdrætti kvöldsins. Þar sem svokölluð milljónavelta gekk ekki út að þessu sinni verður hún 40 milljónir króna í október þegar dregið verður næst.