„Vita ekki lengur hvað er rétt og rangt“

„Þeir eru ekki al­veg blank­ir líf­eyr­is­sjóðirn­ir og ættu að geta hægt aðeins á hjól­inu. Það er búið að láta þá fá stór­ar fjár­hæðir,“ seg­ir Helgi Vil­hjálms­son, eig­andi sæl­gæt­is­gerðar­inn­ar Góu.

Helgi birti aug­lýs­ingu í dag­blöðum í dag þar sem hann bend­ir á hvernig hægt væri að bjarga fjölda starfa í at­vinnu­líf­inu með tíma­bund­inni lækk­un mót­fram­lags at­vinnu­rek­enda í líf­eyr­is­sjóði. Hann seg­ir að um mjög háar upp­hæðir sé að ræða, upp­hæðir sem skipti máli í rekstri fyr­ir­tækja í erfiðu ár­ferði. Helgi bend­ir á hækk­un á mót­fram­lagi at­vinnu­rek­enda í líf­eyr­is­sjóð síðustu ár. Í dag er mót­fram­lagið 11,5% en var t.d. 8% árið 2016. 

Auglýsing Helga sem birtist í dagblöðum í dag.
Aug­lýs­ing Helga sem birt­ist í dag­blöðum í dag.

„Ef við skoðum þetta nán­ar, þá myndi það bjarga yfir 6.500 störf­um ef mót­fram­lagið yrði lækkað aft­ur í 8%. Þetta eru svo stór­ar töl­ur. Bara þessi lækk­un myndi lækka launa­kostnað fyr­ir­tækja um 39 millj­arða á ári án þess að út­borguð laun myndu lækka. Það skipt­ir okk­ur núna mestu máli að finna leiðir til að lækka kostnað án þess að fólkið finni fyr­ir því. At­vinnu­leysi er versti óvin­ur fólks­ins,“ er haft eft­ir Helga í frétta­til­kynn­ingu.

„Það er allt í lagi að tala sam­an“

Hann seg­ir í sam­tali við mbl.is að ástandið í heim­in­um sé afar sér­stakt núna og vert að láta á það reyna hvort hægt sé að finna nýj­ar lausn­ir. „Það er allt í lagi að tala sam­an,“ seg­ir Helgi sem kveðst hafa fengið alls kon­ar viðbrögð við aug­lýs­ing­unni. Hann er ekki viss um að líf­eyr­is­sjóðirn­ir taki vel í hug­mynd­ir sín­ar. „Ég held að þeir sem sjá um pen­inga hjá líf­eyr­is­sjóðunum séu orðnir veru­lega skemmd­ir. Þeir vita ekki leng­ur hvað er rétt og rangt.“ 

Hann bend­ir á að marg­ir virðist hafa misst teng­ingu við raun­veru­leik­ann og verðmæta­sköp­un. „Ef eng­ir pen­ing­ar koma í kass­ann, hvernig eig­um við þá að borga laun? Það verður ekk­ert til ef við höf­um ekki hrá­efni. Ég var til dæm­is að fá hrá­efni sem ég átti að fá í mars á dög­un­um. Þegar ég byrjaði að vinna í Feld­in­um fjór­tán ára gam­all áttu all­ir kápu úr Feld­in­um. Og það áttu all­ir skáp frá Víði. Við get­um ekki alltaf verið að finna upp hjólið,“ seg­ir Helgi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert