Yfir 80% munur á hæsta og lægsta verði

Á 56 vörutegundum, af þeim 103 sem kannaðar voru, var …
Á 56 vörutegundum, af þeim 103 sem kannaðar voru, var 60-140% munur á hæsta og lægsta verði og yfir 140% verðmunur á 12 vörutegundum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þegar verðlags­eft­ir­lit ASÍ kannaði mat­vöru­verð í 15 minni mat­vöru­versl­un­um á lands­byggðinni á þriðju­dag kom í ljós að í um helm­ingi til­fella var yfir 80% mun­ur á hæsta og lægsta verði á þeim vör­um sem verð var kannað á.

Á 56 vöru­teg­und­um af þeim 103 sem kannaðar voru, var 60-140% mun­ur á hæsta og lægsta verði og yfir 140% verðmun­ur á 12 vöru­teg­und­um. Mik­ill verðmun­ur var á hæsta og lægsta verði í öll­um vöru­flokk­um. Á mörg­um þeim stöðum á land­inu sem verðkönn­un­in fór fram eru lang­ar vega­lengd­ir í næstu versl­un og reiða marg­ir heima­menn sig því á þær, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá ASÍ.

Sem dæmi um mik­inn verðmun á milli versl­ana í könn­un­inni má nefna að 106% eða 1.373 kr. mun­ur var á hæsta og lægsta kílóverði af brauðosti og 103% eða 1.183 kr. mun­ur á hæsta og lægsta kílóverði af Cheer­i­osi. Á ungnauta­kjöti var 100% eða 1.597 kr. mun­ur á hæsta og lægsta kílóverði, á smjöri var um 50% verðmun­ur og um 60-70% mun­ur var á verði á mis­mun­andi brauðteg­und­um. Þá var mik­ill mun­ur á hæsta og lægsta kílóverði á þvotta­efni eða 156% og 80% á kaffi­púðum.

Sem dæmi um verðmun inn­an vöru­flokka var í flest­um til­fell­um um 80-100% mun­ur á hæsta og lægsta verði á kjöti og fiski, yf­ir­leitt um eða yfir 100% verðmun­ur á dósamat og þurr­vöru og oft um 80-100% mun­ur á snakki og gosi og ann­arri drykkjar­vöru. Þrátt fyr­ir mik­inn verðmun í öll­um vöru­flokk­um var mun­ur­inn á verði á græn­meti hvað mest­ur, oft 2-300%. 

Vöru­úr­valið í versl­un­um var mjög mis­jafnt. Mest var úr­valið í Skag­f­irðinga­búð en þar feng­ust 94 vör­ur af 103 en minnst var úr­valið í Versl­un­inni Ásbyrgi þar sem ein­ung­is 24 vör­ur feng­ust. Í nokkr­um versl­un­um var mikið um að vör­ur væru ekki verðmerkt­ar.


 

Þrjár versl­an­ir neituðu þátt­töku í könn­un­inni, Mela­búðin, Kass­inn Ólafs­vík og Kost­ur í Njarðvík. Við sam­an­b­urð á milli versl­ana ber að at­huga að hér er um mjög marg­ar mis­mun­andi versl­an­ir að ræða, allt frá litl­um versl­un­um sem eru í eigu ein­stak­linga til versl­ana sem eru hluti af stærri versl­ana­keðjum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert