Áform um heimakennslu eru umdeild

Félag grunnskólakennara hefur gagnrýnt hugmyndir um heimakennslu.
Félag grunnskólakennara hefur gagnrýnt hugmyndir um heimakennslu. mbl.is/Hari

Áform menntamálaráðuneytisins um að rýmka í reglugerð heimildir til heimakennslu grunnskólabarna, þar sem fallið verði frá þeirri kröfu að foreldri hafi kennsluréttindi til að annast kennsluna heima, fá misjafnar undirtektir.

Félag grunnskólakennara gagnrýnir hugmyndina og segir m.a. í umsögn að aukin heimaskólun geti haft í för með sér einsleitara skólasamfélag og aukið einangrun viðkvæmra hópa. Menntamálastofnun er einnig með marga fyrirvara.

Talið er að í dag séu sárafá dæmi um að foreldrar sjái um að kenna börnum sínum heima en Guðjón Bragason hjá Sambandi ísl. sveitarfélaga telur ekki ólíklegt að ef dregið verði úr kröfum um kennsluréttindi til heimakennslu muni verða meiri eftirspurn eftir heimakennslu, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í  Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert