„Ekki ómálefnalegt karp og sleggjudóma“

Hulda Guðmundsdóttir skógarbóndi á Fitjum í Skorradal.
Hulda Guðmundsdóttir skógarbóndi á Fitjum í Skorradal. mbl.is

Við þurfum þverfaglega umræðu um náttúruvernd og skógrækt - ekki ómálefnalegt karp og sleggjudóma, segir Hulda Guðmundsdóttir skógarbóndi á Fitjum í Skorradal.

Líkt og mbl.is fjallaði nýverið um er fyr­ir­hugað að friðlýsa vot­lend­is­svæði Fitja­ár í Skorra­dal og alls bár­ust 13 at­huga­semd­ir og ábend­ing­ar við fyr­ir­hugaða friðlýs­ingu. Meðal ann­ars er bent á að æskilegast væri að stækka svæðið þannig að það næði að Vatns­horns­skógi sem var friðlýst­ur 2009. Skóg­rækt­in er ekki á sama máli en hún hef­ur um­sjón með jörðinni Vatns­horni sem er í eigu rík­is­ins. Tel­ur Skóg­rækt­in rétt­ara að gróður­setja annað en birki á svæðinu þar sem það vanti fleiri tré til kol­efn­is­bind­ing­ar. Ef svæðið er friðlýst er ekki heim­ilt að gróður­setja þar. 

En eins og Þröst­ur Ey­steins­son skóg­rækt­ar­stjóri bend­ir á í sam­tali við mbl.is fara ólík­ar leiðir nátt­úru­vernd­ar ekki alltaf sam­an, svo sem friðlýs­ing eða kol­efn­is­bind­ing.

Í sam­tali við blaðamann mbl.is í sumar staðfest­i Þröst­ur Ey­steins­son skóg­rækt­ar­stjóri að Skóg­rækt­in hafi lagst gegn friðlýs­ingu Vatnshornshlíðar en það er svæðið sem skilur á milli birkiskógar í landi Vatnshorns, sem er friðlýstur, og jarðarinnar Bakkakots sem fór í eyði árið 1964 og er núna í umsjá Skógræktarinnar. Þar er nú furu- og greni­skóg­ur.

Barr- og grenitré hafa verið gróðursett á jörðinni Bakkakoti í …
Barr- og grenitré hafa verið gróðursett á jörðinni Bakkakoti í Skorradal. Eins er mikil lúpína á jörðinni. mbl.is/Gúna

Hulda segir að það sé nánast ófært um Bakkakotsland vegna lúpínu. Ekkert sé hirt um skóginn og hann aðeins nýttur til þess að höggva  torg-jólatré til sölu. Berjalandið sé löngu horfið nema uppi á heiðinni en þar standi því einnig ógn af yfirgangi lúpínu.  

Hulda er ósátt við ummæli Þrastar um Vatnshornshlíðina í viðtalinu við mbl.is en þar kom fram að hann telur að hlíðin sé rýrt land og rofið að talsverðu leyti. Eft­ir friðun frá beit hafi hún aðeins bragg­ast en gróður sé þar enn rýr. Það sem hef­ur bragg­ast sé helst mosi og tals­vert sé af hon­um í brekk­unni.

„Ég hafna því að brekkan sé rýrt land og rofið. Hún var það en er nú rík af lynggróðri; kræki,- bláberja- og aðalbláberjalyngi og íslenskum lággróðri af ýmsum gerðum. Mosar eru ekki áberandi. Um allt er að vaxa upp nýgróður birkis því fræ dreifast úr næsta nágrenni. Þessi sjálfsáning (eða endurnýjun) er orðin áberandi tilsýndar, bæði í brekkunni og ofan við friðlandið í Vatnshornsskógi. Ef veðurfar kólnar ekki mun birkið því endurnýjast um allt svæðið - þ.e. þar sem ekki er búið að planta öðrum trjátegundum,“ segir Hulda.

Mikið er af berjalyngi í Vatnshornshlíðinni, bæði bláber og krækiber.
Mikið er af berjalyngi í Vatnshornshlíðinni, bæði bláber og krækiber. mbl.is/Gúna

Spurður út í hvers vegna Skóg­rækt­in vilji gróður­setja barr­tré en ekki birki í brekk­unni seg­ir Þröstur ástæðuna meðal ann­ars vera þá að barr­skóg­ur liggi á aðra hlið brekk­unn­ar en birki hinum meg­in. Hug­mynd­in sé að láta þess­ar tvær teg­und­ir mæt­ast í brekk­unni.

Þröst­ur seg­ir að ekki sé bara verið að tala um að gróður­setja barr­tré á þessu svæði held­ur fleiri stór- og fljót­vax­in tré út af mark­miðum stjórn­valda um kol­efn­is­bind­ingu. Það er þre­fald­ur og allt upp í tí­fald­ur mun­ur eft­ir trjá­teg­und­um hversu mik­il kol­efn­is­bind­ing­in er, svo sem vegna vegna vaxt­ar­hraða og end­an­legr­ar stærðar.

„Með birki er að nást bind­ing upp á 1-2 tonn af kolt­ví­sýr­ingi á hekt­ara á ári á meðan með stafaf­uru er hægt að ná 10 tonn­um og 20 tonn­um með Ala­ska­ösp. Þetta er ástæðan. Praktísk ástæða sem orðin brýnni núna en áður vegna loft­lags­breyt­inga,“ sagði Þröstur í viðtali við mbl.is í sumar. 

„Þarna verða til einsleit svæði“

Þóra Ell­en Þór­halls­dótt­ir, pró­fess­or í líf­fræði við líf- og um­hverf­is­vís­inda­deild Há­skóla Íslands, gagnrýndi Skóg­rækt­ina á Líffræðiráðstefnunni 2019 fyr­ir að ýta und­ir dreif­ingu trjáa sem flokkuð eru sem ágeng­ar teg­und­ir víða er­lend­is og tel­ur rétt­ara að unnið verði með end­ur­heimt vot­lend­is.

Í fyr­ir­lestr­in­um tók hún tvö dæmi um svæði sem þessi út frá ný­legu vist­gerðarkorti Nátt­úru­fræðistofn­un­ar Íslands. Benti hún á að tvær gerðir gróðurs skæru sig oft út. Í fyrsta lagi væri það lúpín­an og tók hún dæmi af fjög­urra fer­kíló­metra svæði þar sem lúpín­an var ríkj­andi á helm­ingi korts­ins. Hins veg­ar voru 16 mis­mun­andi vist­gerðir ríkj­andi á hinum hluta korts­ins með þessu fín­gerða ólíka mynstri, „sem mynd­ar eins kon­ar mósaík“ að sögn Þóru. Þá séu á öðrum stöðum stór­ir blett­ir þakt­ir barr­skógi, en lítið annað nái að vera þar ríkj­andi. „Þarna verða til eins­leit svæði,“ seg­ir hún.

Mynd úr safni Morgunblaðsins.
Mynd úr safni Morgunblaðsins. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Þetta hef­ur gríðarleg áhrif á lands­lagið,“ seg­ir Þóra í viðtali við mbl.is eftir ráðstefnuna og bæt­ir við að bæði þurfi að rann­saka mögu­leg áhrif bet­ur sem og að taka umræðu um þá stór­tæku breyt­ingu sem boðuð sé. „Það er ekki hægt að fara í þetta áður en búið er að greina heild­arávinn­ing og -kostnað fyr­ir um­hverfið,“ seg­ir hún.

Vís­ar hún til þess að stór­ar barr­trjáaplantekr­ur séu í raun mjög lokað lands­lag. „Þú sérð mjög lítið, það er sára­lít­il dýpt og víðsýni hverf­ur. Það er mjög dimmt og lít­ill botn­gróður,“ and­stætt við þá flóru sem hingað til hef­ur verið ráðandi hér á landi. Seg­ir hún nauðsyn­legt að kanna hvað fólki finn­ist al­mennt um að lands­lag­inu sé breytt svona mikið, enda sé lands­lagið stór þátt­ur í um­hverfi fólks og hluti af lífs­gæðum þess.

Vatnshornshlíðin í Skorradal.
Vatnshornshlíðin í Skorradal. mbl.is/Gúna

Á fund­in­um kom fram að stafaf­ur­an og sitka­greni séu bæði skil­greind í nokkr­um ná­granna­lönd­um okk­ar sem ágeng­ar teg­und­ir. Hér á landi hef­ur það hins veg­ar ekki verið gert og telj­ast teg­und­irn­ar því sem full­gild­ar teg­und­ir til þessa að nota án þess að fara gegn alþjóðlegu sam­komu­lagi um líf­fræðilega fjöl­breytni, þar sem meðal ann­ars er tekið á ágeng­um og fram­andi teg­und­um. Ekki hafi þótt kom­in nægj­an­leg reynsla á þess­ar teg­und­ir til að taka ákvörðun um þær síðast þegar list­inn yfir ágeng­ar plönt­ur var upp­færður. Gagn­rýn­ir Þóra að ekki sé horft til reynslu annarra landa og brunn­ur­inn byrgður áður en fallið sé ofan í hann.

Þröstur svarar þessu í grein á vef Skógræktarfélags Íslands þar sem hann segir þær innfluttu trjátegundir sem notaðar eru í skógrækt á Íslandi hafi ekki þá eiginleika sem gera tegundir ágengar.

„Þær eru mörg ár að vaxa, mörg ár líða þar til þær fara að bera fræ, dreifingargeta þeirra er takmörkuð og þær þrífast ekki hvar sem er. Auk þess eru þær vel sýnilegar og mannkynssagan öll hefur sýnt það og sannað að hægur vandi er að eyða trjágróðri, sé hann þar sem fólk vill ekki hafa hann. Það eina sem eftir er og gæti mögulega gert þær ágengar er erlendur uppruni þeirra,“ segir Þröstur í greininni sem má lesa í heild hér.

Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri.
Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Aðalskipulag Skorradalshrepps frá árinu 2009 kveður á um að jörðin Vatnshorn verði að fullu friðuð en það sama ár var hluti hennar (birkiskógurinn) friðlýstur.

„Framdal­ur­inn” eða fram-Skorra­dal­ur er forn mál­venja yfir fremsta (innsta) hluta Skorra­dals, sem land­fræðilega til­heyr­ir sókn Fitja­kirkju, seg­ir í til­lögu að vernd­ar­svæði í byggð sem er að finna á vef Skorra­dals. 

Framdal­ur­inn var staðfest­ur sem nýtt vernd­ar­svæði í byggð af Lilju Al­freðsdótt­ur mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra, í fe­brú­ar. 

Vernd­ar­svæði í byggð eru af­mörkuð svæði með sögu­legt gildi þar sem ákveðið hef­ur verið að stuðla að vernd og varðveislu byggðar. 

Aðalskipulag Skorradalshrepps

Vatnshornsskógur var friðlýstur árið 2009 í tíð Þórunnar Sveinbjarnardóttur þáverandi …
Vatnshornsskógur var friðlýstur árið 2009 í tíð Þórunnar Sveinbjarnardóttur þáverandi umhverfisráðherra. mbl.is/Gúna

Hulda gerir athugasemdir við það sem skógræktarstjóri segir í viðtali við mbl.is um áform Skógræktarinnar að gróðursetja í Vatnshornshlíðinni. Hún bendir á að það gangi gegn aðalskipulagi svæðisins og eins markmiðsgrein laga nr. 33/2019 um skóga og skógrækt.

Frá því árið 1994 hefur staðið til að friðlýsa votlendið í landi Fitja (það sem nú er í friðlýsingarferli) að sögn Huldu og var votlendið ásamt stærra svæði framdalsins sett á náttúruminjaskrá árið 1996. 

„Framkvæmd friðlýsingar dróst þar til í fyrra. Í þeim undirbúningi ræddi ég við eigendur Vatnshorns, en Ríkiseignir fara með eignarhaldið fyrir hönd fjármála-og efnahagsráðuneytisins - um þann möguleika að útvíkka friðlandið frá 2009 þannig að það tæki til votlendisins við ósa Fitjaár sem er beggja megin árinnar, í landi Fitja og Vatnshorns og ná þannig inn stærri hluta á náttúruminjaskránni og raungera um leið stefnu aðalskipulagsins og bæta svolítið fyrir það að svæðið varð ekki hluti af „verndarsvæði í byggð“.  Ráðuneytinu leist mjög vel á og fól Ríkiseignum að samþykkja slíka tillögu að friðlýsingu. Það varð upphaflega tillagan sem kynnt var umhverfisráðherra 24. apríl 2019. Ráðherrann fagnaði tillögunni,“ segir Hulda.

Hulda Guðmundsdóttir segir þrennt einkenna Skorradal: Skógur, sumarbústaðir og lúpína.
Hulda Guðmundsdóttir segir þrennt einkenna Skorradal: Skógur, sumarbústaðir og lúpína.

Var í umtalsverðum tötrum

Hún segir að gríðarlegar umhverfisbreytingar hafi orðið í fram-Skorradal á síðustu áratugum. „Fyrir hálfri öld var ofbeit sauðfjár orðin greinileg á svæðinu og gamli birkiskógurinn í hlíðum dalsins var í afturför. Segja má að framdalurinn hafi þá verið í umtalsverðum tötrum. Ástæðan var auðvitað sú að um aldir drógu menn fram lífið með því að gjörnýta landið. Bændur beittu búpeningnum á hvern blett, líka skóginn og hrísið var höggið „inn að kviku“ til eldiviðar og stærri tré í refti. Það var ekkert annað í boði við að draga fram lífið og við engan að sakast,“ segir í svari Huldu til blaðamanns mbl.is. 

Frá og með síðari hluta 19. aldar var nýting á Vatnshornsskógi þó þannig að hann náði að dafna bærilega.

Lúpína og hvönn berjast um völdin við Fitjaá í Skorradal.
Lúpína og hvönn berjast um völdin við Fitjaá í Skorradal. mbl.is/Gúna

Hulda segir að smátt og smátt hafi jarðirnar á svæðinu farið í eyði þ.e. í þeim hefðbundna skilningi að búseta allt árið lagðist af. Síðastur hætti Þórður Runólfsson bóndi í Haga þegar hann varð 100 ára árið 1996.

Um leið og búpeningi fækkaði tók gróðurinn við sér enda fór það saman við það að veðráttan undir lok 20. aldar var mjög hagstæð allri gróðurframvindu. Á árinu 2002 tóku landeigendur á stóru svæði í Skorradal sig saman og afgirtu stóran hluta af löndum sínum á mjög stóru svæði til að friða það fyrir sauðfé úr aðliggjandi sveitum. 

Lúpínan er áberandi á þessu svæði í Skorradal.
Lúpínan er áberandi á þessu svæði í Skorradal. mbl.is/Gúna

„Vatnshorn er eina jörðin á stóru svæði þar sem gróðurframvinda hefur fengið að þróast náttúrulega – frá því að friðunargirðingin kom árið 2002. Í mínum huga og margra annarra er þvílíkt land verðmætt í sjálfu sér, ekki síst í heildarsamhengi Skorradalshrepps þar sem mikið er af þéttum gróðursettum skógi,“ segir Hulda.  

Ólíkur jarðvegur á Íslandi og Skotlandi

Niðurstaða rannsóknar sem unnin var við Stirling-háskóla í Skotlandi er sú að stórfelld skógrækt sé ekki endilega besta leiðin til að draga úr loftslagsbreytingum. Rannsóknin, sem unnin var á 39 árum, leiddi í ljós að kolefnisbindingin var meiri í óröskuðum jarðvegi heldur en í tilraunareitum þar sem birki og skógarfura voru gróðursett. Kolefni var mælt í trjánum og jarðvegi á tilraunareitunum og borið saman við kolefni í óröskuðum heiðarjarðvegi þar sem engum trjám hafði verið plantað. 

Sjá nánar hér

Birki hefur víða náð sér vel á strik í Vatnshornshlíðinni …
Birki hefur víða náð sér vel á strik í Vatnshornshlíðinni eftir að girt var fyrir beit þar.

Jóhann Þórsson, vistfræðingur og verkefnastjóri hjá Landgræðslunni, segir að ekki sé hægt að leggja vistkerfi Skotlands og Íslands að jöfnu hvað þetta varðar, þar sem jarðvegur landanna er gjörólíkur.

„Hér er svo nefndur eldfjallajarðvegur.  Þetta er steinefnajarðvegur sem myndast í gjósku, en í Skotlandi er jarðvegurinn af gjörólíkum uppruna. Fyrir vikið hefur okkar jarðvegur mjög sérstaka eiginleika miðað við nágrannalöndin og einn þeirra er að hann bindur mjög mikið kolefni. Í góðum og vel þroskuðum íslenskum eldfjallajarðvegi er kannski 10-14% kolefni sem er fáheyrt í nágrannalöndunum,“ segir Jóhann í samtali við blaðamann mbl.is.

Birkið er sjálfsprottið í Vatnshornshlíðinni.
Birkið er sjálfsprottið í Vatnshornshlíðinni.

Mikilvægt að vernda jarðveg

Að sögn Jóhanns er vitað að gamall jarðvegur, eins og er t.d. að finna undir gömlum birkiskógum á Vesturlandi, inniheldur mikið af kolefni. Reikna má með að sama eigi við um jarðveginn undir Vatnshornsskógi.  Áhugi er á að hefja rannsóknir á því svæði, m.a. með tilliti til kolefnisbindingar í náttúrulegum birkiskógum. 

Hann segist gera fastlega ráð fyrir að þetta sé frjór jarðvegur enda Vatnshornskógurinn gamall og gróinn birkiskógur. „Það verður alltaf mikil kolefnisbinding í íslenskum jarðvegi. Þetta er hins vegar ferli sem tekur geysilegan langan tíma og þetta er eitt af því sem gerir það að verkum að mikilvægt er að vernda jarðveg. Ef við töpum honum erum við búin að glata einhverju sem ekki er hægt að endurheimta á þeim tímaskala sem við horfum alla jafna til,“ segir Jóhann.

Dæmigert íslenskt landslag einkennir Vatnshornshlíðina, lágvaxinn kjarrgróður.
Dæmigert íslenskt landslag einkennir Vatnshornshlíðina, lágvaxinn kjarrgróður.

Spurður út í það hvers vegna skil sjáist í landslaginu á Vatnshorni í Skorradal, það er birkiskógur og síðan kjarrlendi, segir Jóhann landnýtingu fyrri tíma helstu ástæðuna. Girt var fyrir beit árið 2004. Hann segir að þetta svæði hafi allt verið skógi vaxið hér áður fyrr. Svipaða sögu er að segja víða um land. Þar sem girt hefur verið fyrir beit hefur gróður tekið við sér og víðir og birki vaxið upp.

Skynsamlegt að leyfa birkinu að sá sér

Vatnshornsskógurinn er að breiðast út og brátt verður þetta svæði allt vaxið birki segir Jóhann. Skynsamlegt sé að leyfa birkinu að sá sér út líkt og nú er þegar að gerast. Ef horft er til kolefnisbindingar væri villtur birkiskógur jafnframt ódýr leið því hvorki þyrfti að kosta til gróðursetningar né annarrar umhirðu.

„Endurheimt náttúrulegra birkiskóga er bæði hagkvæm leið til binda kolefni og til að endurheimta vistkerfi, en minna má á að áratugurinn 2021-2030 er einmitt helgaður vistheimt, endurheimt náttúrulegra vistkerfa á vettvangi Sameinuðu þjóðanna“ sagði Jóhann að lokum.

Vatnshornshlíðin í Skorradal.
Vatnshornshlíðin í Skorradal.

Að sögn Huldu er þrennt sem einkennir Skorradalinn í dag; skógur sem vex víða, mikil sumarhúsabyggð og útbreiðsla lúpínu.

„Lúpínan kom fyrst í dalinn um 1960 og  lengi vel var ég í hópi þeirra sem dáðust að þessari plöntu. Hún huldi ljót sár t.d.eftir vegagerðarframkvæmdir og gamlar skriður. Um 1980 tók ég sjálf þátt í því að dreifa henni í landi Fitja. Þá grunaði okkur ekki hver framvindan yrði,“ segir Hulda. 

Berjalyng í landi Vatnshorns.
Berjalyng í landi Vatnshorns.

„Lúpína hylur  áreyrar Fitjaár nánast frá upptökum til ósa svo eyrarrós og annar gróður er löngu horfinn,“ segir Hulda og segir að lúpínan hafi jafnvel sáð sér í votlendinu sem til stendur að friða. Hún segist vonast til þess að friðlýsingin verði til þess að hægt verður að fá mannskap til að halda henni í skefjum og vonandi uppræta hana þar sem hún er komin inn í votlendið (fitjarnar).

„Lúpína er líka að verða búin að hylja allt berjalyng á stóru svæði. Hún vex líka uppi í snarbröttum klettum í Hvammi og nær því bókstaflega frá fjöru til fjallstoppa víða hér í dalnum. Það er því rangt hjá Þresti að lúpínan hafi lítið sem ekk­ert breiðst út,“ segir Hulda. 

Lúpína og skógur í Skorradal.
Lúpína og skógur í Skorradal.

Lágvaxinn gróður kafnar undir lúpínubreiðunni

Sjálfboðaliðasamtök um náttúruvernd (Sjá) hafa undanfarin tíu ár unnið að því að hefta útbreiðslu lúpínu í landi Vatnshorns, ekki síst til að verja Síldarmannagötur.

Þor­vald­ur Örn Árna­son, formaður Sjá, seg­ir að með því að friðlýsa allt svæðið, það er að bæta Vatns­horns­hlíðinni við og tengja núverandi friðlandi, verði náttúruleg gróðurframvinda svæðisins tryggð, bæði vot­lendisins og hlíðarinnar. Jafn­framt sé þetta gott berja­land en með því að planta þarna barr­trjám og leyfa lúpínu að vaxa frjálst muni frá­bært berja­land spill­ast eins og víða í ná­grenninu seg­ir Þor­vald­ur í sam­tali við mbl.is. Reynsl­an sýni að þrátt fyr­ir að há­vaxn­ari tré nái að vaxa upp úr lúpín­unni þá eigi það ekki við um lág­vaxn­ari gróður sem kafni und­ir lúpínu­breiðunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert