Fátt jafn óheppilegt og kjaradeilur inn í viðkvæma starfsemi

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. mbl.is/Kristinn Magnússon

Páll Matth­ías­son, for­stjóri Land­spít­al­ans, seg­ir að tals­verð vinna sé framund­an á spít­al­an­um í kjöl­far niður­stöðu gerðardóms sem var skipaður í kjara­deilu Fé­lags ís­lenskra hjúkr­un­ar­fræðinga og rík­is­ins. „Ég hef sagt það áður og segi það enn – fátt er jafn óheppi­legt og kjara­deil­ur inn í viðkvæma starf­semi Land­spít­ala.“

Niðurstaða gerðardóms­ins var kynnt 1. sept­em­ber, en hann úr­sk­urðaði að ríkið skyldi leggja Land­spít­al­an­um til aukna fjár­muni sem ráðstafa á til að bæta kjör hjúkr­un­ar­fræðinga á grund­velli stofn­ana­samn­ings, alls 900 millj­ón­ir króna á ári frá sept­em­ber þessa árs til loka gild­is­tíma kjara­samn­ings aðila. 

„Niðurstaðan kall­ar á tals­verða vinnu hér á Land­spít­ala og höf­um við unnið að út­færsl­unni í sam­vinnu við Fíh. Það er von mín að unnt verði að kynna niður­stöðu hið fyrsta og að langri kjara­deilu hjúkr­un­ar­fræðinga við viðsemj­anda sinn ljúki þar með. Ég hef sagt það áður og segi það enn – fátt er jafn óheppi­legt og kjara­deil­ur inn í viðkvæma starf­semi Land­spít­ala,“ skrif­ar Páll í pistli sem birt­ur hef­ur verið á vef Land­spít­al­ans. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka