Kæra niðurrifið til lögreglu

Svona lítur lóðin við Skólavörðustíg 36 út í dag. Leifar …
Svona lítur lóðin við Skólavörðustíg 36 út í dag. Leifar hússins sem rifið var á miðvikudag hafa verið fjarlægðar. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við höf­um stöðvað fram­kvæmd­ir og það verður því ekk­ert gert á lóðinni í bili. Við mun­um kæra niðurrifið til lög­reglu, vænt­an­lega í dag,“ seg­ir Nikulás Úlfar Más­son, bygg­inga­full­trúi Reykja­vík­ur.

Frétt Morg­un­blaðsins í gær um niðurrif húss­ins við Skóla­vörðustíg 36 vakti mikla at­hygli. Til stóð að byggja hæð ofan á húsið og viðbygg­ingu með þaksvöl­um og lágu öll leyfi fyr­ir vegna þess. Ekki var leyfi til að rífa húsið og áform þess efn­is voru ekki kynnt skipu­lags­yf­ir­völd­um. Húsið naut vernd­ar vegna byggðamynst­urs.

„Það var ekk­ert leyfi til niðurrifs og það var aldrei sótt um það. Þú mátt ekki rífa hús eða fikta í þeim með nein­um hætti. Hann hins veg­ar bara reif húsið á inn­an við klukku­tíma,“ seg­ir Nikulás.

Birg­ir Örn Arn­ar­son, eig­andi húss­ins við Skóla­vörðustíg, seg­ir í sam­tali við mbl.is að lang­ur aðdrag­andi hafi verið að fram­kvæmd­um þar. Áformin hafi þurft að fara tvisvar í grennd­arkynn­ingu og margsinn­is hafi verið brot­ist inn í húsið. „Það er nú fyr­ir þreytt­an að þola að mál skuli hafa þró­ast með þess­um hætti. Nú þarf ég að fá botn í hvað þarf að gera til að ljúka þess­um end­ur­bót­um,“ seg­ir Birg­ir.

Hann rek­ur að húsið hafi verið orðið myglað af raka­skemmd­un og eng­in prýði hafi verið af því. Teikn­ing­ar af end­ur­byggðu húsi sýni að það verði mjög glæsi­legt. „Það verður í stíl við götu­mynd­ina og verður líkt því út­liti sem var upp­haf­lega á hús­inu,“ seg­ir Birg­ir sem kveðst vera að reyna að finna út hvað ná­kvæm­lega fór úr­skeiðis og olli því að húsið var rifið. „Það gera all­ir mis­tök,“ seg­ir hann.

Í húsa­könn­un Minja­safns Reykja­vík­ur frá 2009 kem­ur fram að menn­ing­ar­sögu­legt gildi húss­ins við Skóla­vörðustíg 36 sé að það sé hluti af heil­legri byggð húsa frá 3. ára­tugi 20. ald­ar. Þar eru jafn­framt rakt­ar breyt­ing­ar sem gerðar hafa verið á hús­inu, breyt­ing­ar sem Birg­ir seg­ir að hafi haft áhrif á burðarþol þess og kunni að hafa leitt til hruns þess þegar fram­kvæmd­ir hóf­ust.

mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

„Hús þetta var byggt árið 1922 eft­ir teikn­ingu Guðmund­ar H. Þor­láks­son­ar. Í fyrstu fékkst leyfi fyr­ir ein­lyftu húsi, en á meðan það var enn í bygg­ingu var samþykkt að byggja mætti ofan á það aðra hæð. Húsið hef­ur því frá upp­hafi verið tví­lyft með risi. Í fyrstu bruna­v­irðingu er hús þetta sagt byggt úr hlöðnum stein­límd­um kalk­steini, sem er afar óvenju­legt bygg­ing­ar­efni á þess­um tíma. Í seinni virðingu er húsið hins veg­ar sagt byggt úr hlöðnum hol­steini, 12 x 9 tommu þykk­um, og er lík­legra að þar sé um rétt bygg­ing­ar­efni að ræða. Inn- og upp­göngu­skúr hef­ur frá upp­hafi verið við vest­urgafl húss­ins,“ seg­ir í um­fjöll­un um húsið.

„Á hvorri hæð húss­ins var upp­haf­lega ein íbúð. Um leið og húsið var byggt var reist­ur lít­ill geymslu­skúr úr stein­steypu í suðvest­ur­horni lóðar­inn­ar. Árið 1928 var búið að byggja nýj­an og stærri geymslu- og þvotta­skúr úr stein­steypu í suðaust­ur­horni lóðar­inn­ar. Árið 1942 var þessi skúr lengd­ur til norðvest­urs og um leið byggður bíl­skúr úr timbri fram­an við hann, meðfram aust­ur­lóðamörk­um. Húsið virðist hafa staðið óbreytt fram til árs­ins 1968, að öðru leyti en því að smárúður­amm­ar í efri hluta glugg­anna voru fjar­lægðir. Árið 1968 var inn­réttað versl­un­ar­hús­næði á neðri hæð húss­ins, sem hafði þá um tíma verið notuð und­ir skrif­stof­ur. Um leið var glugg­um á fram­hlið hæðar­inn­ar breytt í stóra versl­un­ar­glugga og inn­gang­ur sett­ur á þá hlið. Þá var opnuð þarna Búsáhalda­versl­un Þor­steins Berg­mann, sem er enn í hús­inu. Þá var bíl­skúr­inn aust­an við húsið rif­inn. Í dag stend­ur ein­ung­is uppi lít­ill hluti af veggj­um geymslu­skúrs­ins í suðaust­ur­horni lóðar­inn­ar,“ seg­ir þar enn­frem­ur.

Verslun Þorsteins Bergmanns var lengi til húsa við Skólavörðustíg 36 …
Versl­un Þor­steins Berg­manns var lengi til húsa við Skóla­vörðustíg 36 en húsið var byggt fyr­ir tæp­um hundrað árum síðan. Ljós­mynd/​Google.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert