Kynna handritin fyrir grunnskólabörnum

Fræðararnir Jakob og Snorri ásamt Guðrúnu Nordal forstöðumanni Árnastofnunnar og …
Fræðararnir Jakob og Snorri ásamt Guðrúnu Nordal forstöðumanni Árnastofnunnar og Evu Maríu Jónsdóttur verkefnastjóra. Ljósmynd/Aðsend

Í tilefni af því að nærri hálf öld er liðin frá því að fyrstu handritin komu heim frá Danmörku eftir áratugalangar samningaviðræður, hefur Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum þróað miðlunarverkefnið Handritin til barnanna.

Verkefnið er miðað að miðstigi grunnskóla og markmið þess er að hvetja börn til sköpunar og koma hugmyndum sínum á framfæri við umheiminn. 

Tímarammi verkefnisins er frá hausti þessa árs til vorsins 2021 og á þeim tíma fá grunnskólar um land allt kynningarbréf um verkefnið. Að auki fá skólarnir sent dagatal með handritamyndum sem hugsað er til að kveikja áhuga á þessum einstaka menningararfi. 

Tveir ungir fræðarar, Snorri Másson og Jakob Birgisson, munu heimsækja rúmlega fimmtíu grunnskóla um allt land og fylgja verkefninu eftir. 

Nemendur verða hvattir til að búa til sín eigin handrit í vetur og þann 21. apríl 2021 verða veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi handrit um leið og því er fagnað að 50 ár eru liðin frá því að Vædderen sigldi inn í Reykjavíkurhöfn með handritin. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka