Hrunamenn reka féð í réttirnar í rigningarsudda

Rigning og þoka reyndu nokkuð á fjallmenn.
Rigning og þoka reyndu nokkuð á fjallmenn. mbl.is/Sigurður Bogi

Hildur Hjálmarsdóttir í Borgarási var meðal þeirra fjallmanna úr Hrunamannahreppi sem ráku fjársafnið þar í sveit til byggða eldsnemma í gærmorgun.

Afréttur sveitarinnar nær úr byggð alla leið inn að Hofsjökli og Kerlingarfjöllum og tók fjallferðin alls sex daga hjá þeim sem lengst fóru.

Í ferðinni reyndu rigning og þoka nokkuð á fjallmenn, sem voru 38 talsins og sumir með nokkra hesta til reiðar. Alltaf þarf sama úthald í fjallferðina þó fé fækki, en um 3.800 fjár verða í dag dregin í dilka í Hrunaréttum. Hefur það aldrei verið færra að sögn kunnugra en þegar best lét fyrr á tíð voru um 15.000 fjár í þessum réttum á Suðurlandi.

Vegna gildandi reglna um sóttvarnir og fjöldamakmarkanir verða réttir nú heldur ekki sá vettvangur mannamóta og gleði sem hefð er fyrir, þó hauststörf þessi séu heillandi á sinn hátt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert