Ætlunin „hvorki að særa fólk né ofbjóða“

Auglýsingin sýnir Jesú með skegg, brjóst og andlitsfarða.
Auglýsingin sýnir Jesú með skegg, brjóst og andlitsfarða. Teikning/Þjóðkirkjan

„Kirkjuþingi 2020 þykir afar miður að jesúmynd í auglýsingu um sunnudagaskóla kirkjunnar hafi sært fólk. Ætlunin var sú að undirstrika fjölbreytileikann en hvorki að særa fólk né ofbjóða.“

Svo hljóðar stutt yfirlýsing sem samþykkt var rétt í þessu á 60. kirkjuþingi þjóðkirkjunnar.

Vísað er til auglýsingar sem birtist á facebooksíðu og vef kirkjunnar, en í henni birt­ist Jesús með brjóst og and­lits­farða. Auglýsingin hefur nú verið fjarlægð.

Í sam­tali við mbl.is sagði Pét­ur Georg Mark­an, sam­skipta­stjóri þjóðkirkj­unn­ar, ný­verið að kirkj­an teldi já­kvætt og eðli­legt að krist­ur birt­ist fólki í öll­um mögu­leg­um mynd­um. Þannig fagnaði kirkj­an fjöl­breyti­leika mann­fólks.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/09/12/auglysing_sunnudagaskolans_tekin_nidur/

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka