Auglýsing sunnudagaskólans tekin niður

Auglýsingin sýnir Jesú með skegg, brjóst og andlitsfarða.
Auglýsingin sýnir Jesú með skegg, brjóst og andlitsfarða. Ljósmynd/Þjóðkirkjan

Aug­lýs­ing þjóðkirkj­unn­ar sem aug­lýs­ir sunnu­daga­skóla kirkj­unn­ar hef­ur verið fjar­lægð af face­booksíðu kirkj­unn­ar og vefsíðu henn­ar. Aug­lýs­ing­in hef­ur vakið mik­il viðbrögð und­an­farið en í henni birt­ist Jesús með brjóst og and­lits­farða.

Kirkjuþing 2020 stend­ur nú yfir og hef­ur sam­skipta­stjóri þjóðkirkj­unn­ar áður sagt að lík­lega verði aug­lýs­ing rædd á þing­inu þótt hún sé ekki hluti form­legr­ar þingdag­skrár.

Viðhorfið ef til vill breyst

Í sam­tali við mbl.is sagði Pét­ur Georg Mark­an, sam­skipta­stjóri þjóðkirkj­unn­ar, ný­verið að kirkj­an teldi já­kvætt og eðli­legt að Krist­ur birt­ist fólki í öll­um mögu­leg­um mynd­um. Þannig fagnaði kirkj­an fjöl­breyti­leika mann­fólks.

Hins veg­ar virðist eitt­hvað hafa breyst í þessu viðhorfi kirkj­unn­ar þar sem aug­lýs­ing­in hef­ur verið fjar­lægð af face­booksíðu kirkj­unn­ar og vefsíðu.

Skilja öll sjón­ar­mið vel

Pét­ur Mark­an sagði hins veg­ar að kirkj­an skildi vel þau sjón­ar­mið fólks að kirkj­unni beri að gæta sín þegar kem­ur að krists­gerv­ing­um. „Við vit­um þó að ekki eru all­ir sam­mála um að Krist­ur eigi að birt­ast svona og við ber­um auðvitað virðingu fyr­ir því.“

Pét­ur sagði einnig við mbl.is í vik­unni að fyr­ir­hugað væri að birta fleiri krists­gerv­inga í aug­lýs­ing­ar­her­ferð kirkj­unn­ar fyr­ir sunnu­daga­skól­ann. Mynd­irn­ar sem nota á í her­ferðinni teiknaði Lára Garðars­dótt­ir og seg­ir Pét­ur að hún hafi teiknað marg­ar fal­leg­ar mynd­ir sem nota eigi í her­ferð kirkj­unn­ar.

„Við mun­um á næst­unni kynna fleiri krists­gerv­inga þar sem til að mynda má sjá Jesú taka til hend­inni í um­hverf­is­mál­um,“ sagði Pét­ur við mbl.is.

Ekki náðist í Pét­ur Mark­an, sam­skipta­stjóra þjóðkirkj­unn­ar, við gerð frétt­ar­inn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert