Lífið er ævintýralegt ferðalag

„Ég vil að það sé dáðst að mér fyrir hvernig …
„Ég vil að það sé dáðst að mér fyrir hvernig ég sinni börnum og fjölskyldu; ekki bara vinnunni minni. Það geta margir leyst mig af í vinnunni en það á enginn að leysa mig af í móðurhlutverkinu,“ segir Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, aðstoðardagskrárstjóri hjá RÚV. Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir

Vest­ast í Vest­ur­bæn­um, í fal­legu hvítu stein­húsi, býr sjón­varps­kon­an Ragn­hild­ur Stein­unn Jóns­dótt­ir ásamt manni sín­um Hauki Inga Guðna­syni og fjór­um börn­um á aldr­in­um eins til tíu ára. Ragn­hild­ur býður upp á dá­semd­arkaffi við borðstofu­borðið en húsið er afar smekk­lega inn­réttað og allt er á sín­um stað. Blaðamaður undr­ar sig á því hvernig hægt sé að halda heim­il­inu svona hreinu og fínu með öll þessi börn. Það virðist ekki vera mikið mál, enda viður­kenn­ir Ragn­hild­ur að hún þoli ekki drasl. Það kem­ur svo í ljós þegar líður á viðtalið að Ragn­hildi er mikið í mun að gera allt vel sem hún tek­ur sér fyr­ir hend­ur; hvort sem það teng­ist vinnu hjá RÚV, leik í bíó­mynd­um, að skrifa bók eða því sem henni finnst mik­il­væg­ast; upp­eldi á börn­um sín­um. Hún gef­ur sig alla í verk­in, stóru og smáu.

Tveir dreng­ir bætt­ust í hóp­inn

Það var í mars á síðasta ári sem fjöl­skyld­an stækkaði held­ur bet­ur þegar tví­bura­dreng­ir bætt­ust í hóp­inn. „Þótt oft hafi nú verið líf og fjör á heimli­inu þá má segja að frá þess­um tíma höf­um við ekk­ert verið í vand­ræðum með dauða tím­ann,“ seg­ir Ragn­hild­ur sem hef­ur ný­lega hafið aft­ur störf hjá RÚV eft­ir fæðing­ar­or­lof.

„Fyrsta árið í lífi tví­burafor­eldra er skilj­an­lega strembið. Lít­ill svefn og að nægu að huga. Þetta hef­ur þó gengið fram­ar von­um en það hef­ur verið mik­il áskor­un að samþætta vinnu og fjöl­skyldu­lífið eft­ir or­lof. Eins og flest­ir for­eldr­ar vita get­ur reynst þraut­inni þyngra að fá dag­vist­un að loknu or­lofi. Hér í Vest­ur­bæn­um eru all­ir leik­skól­ar full­ir og biðlist­inn lang­ur hjá dag­mömm­um. Í níu mánuði höf­um við, eins og marg­ir aðrir, þurft að stilla upp vaktaplani á sunnu­dags­kvöld­um til að redda pöss­un fyr­ir vik­una,“ seg­ir Ragn­hild­ur, sem seg­ir dreng­ina nú loks hafa fengið pláss hjá dag­mömmu og eru þeir í aðlög­un.

Man ekk­ert eft­ir heilu ári

Ragn­hild­ur er fædd og upp­al­in í Kefla­vík, með viðkomu í Dan­mörku í fjög­ur ár, þar sem móðir henn­ar og nafna, Ragn­hild­ur Stein­unn, var í námi ásamt föður henn­ar.
„Mamma var menntaður tækni­teikn­ari og pabbi, Jón Þór Harðar­son, er vél­tækni­fræðing­ur og meist­ari í bif­véla­virkj­un. Hann starfaði lengst af hjá ÍSAL í Straums­vík. Ég var lengi ein­birni en eignaðist svo hálf­syst­ur, Telmu Kar­en, sem er þrett­án ára. Hún er stór hluti af okk­ar fjöl­skyldu, það má eig­in­lega segja að hún sé eins og okk­ar fimmta barn.“

Ragn­hild­ur var aðeins sjö ára þegar móðir henn­ar lést eft­ir bar­áttu við krabba­mein.
„Mamma var bara 27 ára þegar hún lést, og pabbi orðinn ekk­ill 28 ára. Hún fékk Hod­kins-krabba­mein, en nú orðið er hægt að meðhöndla sjúk­dóm­inn með góðum ár­angri og því hefði hún lík­lega lifað ef þetta hefði gerst í dag,“ seg­ir hún.

Hvað manstu frá þess­um tíma?

„Það er erfitt að vita hvað er raun­veru­leg minn­ing en ég man eft­ir ótrú­lega góðri mömmu og þó að langt sé um liðið þá finnst mér ennþá svo­lítið erfitt að tala um þetta, sér­stak­lega eft­ir að ég eignaðist sjálf börn,“ seg­ir Ragn­hild­ur.

„Þrátt fyr­ir að vera ung áttaði ég mig að ein­hverju leyti á veik­ind­um henn­ar. Minn­ing­in um það þegar mér var til­kynnt að hún væri dáin er enn ljós­lif­andi. Ég man þétt­ings­fast faðmlag en eft­ir það ekk­ert. Ég man ekki eft­ir jarðarför­inni né neinu öðru næsta árið. Mér finnst ekki ólík­legt að ég hafi fengið áfall,“ seg­ir hún og seg­ir tím­ana vissu­lega hafi verið öðru­vísi í þá daga og minna talað við börn um sorg og missi.

„Við vor­um því bara tvö eft­ir, ég og pabbi, og hann elur mig einn upp. Ég var fljótt mjög sjálf­stæð enda gerði ég mér grein fyr­ir því að við pabbi þyrft­um að standa sam­an til að kom­ast í gegn­um þetta. Eitt af því dýr­mæt­asta sem pabbi kenndi mér er að maður upp­sker eins og maður sáir og það hafa svo oft reynst orð að sönnu,“ seg­ir hún.

Skoraði fyr­ir mig mark

Ástin kviknaði strax á unglings­ár­um og hafa þau Hauk­ur Ingi og Ragn­hild­ur verið sam­an síðan þá.
„Ég æfði bæði fim­leika og körfu­bolta og valdi svo fim­leik­ana sem ég æfði al­veg til tví­tugs,“ seg­ir Ragn­hild­ur en það voru ein­mitt íþrótt­irn­ar sem leiddu tán­ing­ana sam­an.
„Ég var bara fimmtán og hann að verða átján þegar við kynnt­umst. Það var auðvitað í íþrótta­hús­inu þar sem hann var á fót­boltaæf­ingu en ég á fim­leikaæf­ingu,“ seg­ir hún og upp­lýs­ir að þau hafi þá fylgst með hvort öðru úr fjar­lægð í ein­hvern tíma.
„Svo fékk ég skila­boð frá vini hans um að ég ætti að mæta á næsta úr­vals­deild­ar­leik því hann ætlaði að skora fyr­ir mig. Hann stóð við stóru orðin og þá var þetta bara komið,“ seg­ir Ragn­hild­ur og bros­ir.

Hauk­ur var efni­leg­ur fót­boltamaður og fljót­lega eft­ir að þau kynnt­ust fór hann til Eng­lands, á samn­ing hjá Li­verpool.

„Ég fór þá út til hans af og til og flutti svo til Eng­lands þegar ég átti ár eft­ir af fram­halds­skól­an­un­um. Við flutt­um svo heim og fór­um bæði í há­skóla­nám,“ seg­ir hún.
Ragn­hild­ur seg­ist fljótt hafa vitað að Hauk­ur væri maður­inn í lífi henn­ar.
„Hann er ein­stak­ur. Við erum ólík en samt lík og ég gæti ekki hugsað mér betri lífs­föru­naut.“

Tví­bur­ar í fel­um

Ragn­hild­ur og Hauk­ur giftu sig árið 2018 á fal­leg­um stað á Ítal­íu en þau hafði lengi dreymt um brúðkaup á er­lendri grundu, inn­an um blóm og fal­leg tré.

Ragnhildur og Haukur giftu sig rétt fyrir utan Verona á …
Ragn­hild­ur og Hauk­ur giftu sig rétt fyr­ir utan Verona á Ítal­íu árið 2018. Stuttu eft­ir heim­kom­una fengu hjón­in að vita að von væri á tví­bur­um. Ljós­mynd/Í​ris Dögg Ein­ars­dótt­ir

„Við fund­um stað í hæðunum rétt fyr­ir utan Verona. Í brúðkaup­inu voru aðeins nán­ustu vin­ir og ætt­ingj­ar. Ég er al­gjör blóma- og trjáaunn­andi og þarna fann ég garð sem meðal ann­ars er notaður við kennslu í garðyrkju­fræðum. Um­hverfið heillaði okk­ur und­ir eins enda á garður­inn sér langa og merki­lega sögu,“ seg­ir hún og sýn­ir blaðamanni dá­sam­leg­ar brúðarmynd­ir sem eru eins og úr æv­in­týra­ver­öld.

„Svo þegar við vor­um að leggja af stað heim til Íslands var ég al­veg viss um að ég væri ólétt. Ég fann það á mér,“ seg­ir hún og seg­ist hafa fengið staðfest­ingu á því við heim­kom­una.

„Við fór­um svo í són­ar og þá er okk­ur sagt að ég sé lík­leg­ast með ut­an­legs­fóst­ur. Það var auðvitað áfall og við tók tveggja daga rann­sókn. Okk­ur var sagt að mögu­lega þyrfti ég að fara í aðgerð til að fjar­lægja ann­an eggja­leiðarann. Nokkr­um dög­um síðar var ég svo kölluð inn í aðra skoðun og þá sást fóst­ur­vís­ir. Hins veg­ar var eng­inn hjart­slátt­ur grein­an­leg­ur og við vor­um því beðin um að koma aft­ur viku seinna. Við krossuðum fing­ur að þetta litla líf myndi dafna. Í þriðju skoðun­inni var okk­ur svo sagt að ég gengi með tví­bura,“ seg­ir hún og þó að það hafi tekið smá tíma að melta þess­ar frétt­ir var gleðin að von­um mik­il,“ seg­ir hún.
„Tind­ur og Storm­ur fædd­ust svo í mars 2019 og enn eru þeir stöðug upp­spretta gleði en eiga ef­laust líka eitt­hvað í baug­un­um og grá­um hár­um sem við for­eldr­arn­ir skört­um, “ seg­ir hún og bros­ir.

Söngv­akeppn­in víta­mínsprauta

Söngv­akeppn­in er eitt af þeim stóru verk­efn­um sem Ragn­hild­ur Stein­unn hef­ur haldið utan um og leitt nær viðstöðulaust frá ár­inu 2007 og sinn­ir enn. 

„Í upp­hafi kom ég inn í Söngv­akeppn­ina sem kynn­ir enda hafði ég litla sem enga reynslu af dag­skrár­gerð og fram­leiðslu á þeim tíma. Hlut­verk mitt þar hef­ur svo breyst með ár­un­um og hef ég haldið utan um dag­skrár­gerð og kem að flestu sem við kem­ur keppn­inni ásamt Rún­ari Frey Gísla­syni. Fyr­ir um sex árum byrjuðum við mark­visst að byggja keppn­ina upp og óhætt er að segja að sú vinna hafi gengið vel. Þetta er al­gjör víta­mínsprauta inn í janú­ar og fe­brú­ar hjá mér og ein­stak­lega skemmti­leg vinna,“ seg­ir hún.

„Það er gaman að leika; að geta fjarlægst sjálfa sig …
„Það er gam­an að leika; að geta fjar­lægst sjálfa sig í smá stund,“ seg­ir Ragn­hild­ur en hún hef­ur leikið í sex kvik­mynd­um. Ljós­mynd/Í​ris Dögg Ein­ars­dótt­ir

 „Ég hef verið svo lán­söm að fá tæki­færi til að vaxa og þró­ast í starfi inn­an veggja RÚV. Smátt og smátt fékk ég að koma meira að dag­skrár­tengd­um mál­efn­um sjón­varps og það, meðal ann­ars, leiddi af sér að ég var ráðin aðstoðardag­skrár­stjóri sjón­varps árið 2018; starf sem ég gegni enn,“ seg­ir Ragn­hild­ur og seg­ir starfið henta sér full­kom­lega. 

Bíð eft­ir að Balti hringi

Bökk­um aðeins; nú hef­ur þú leikið í kvik­mynd­um líka. Hvernig vildi það til?

„Já, ein­mitt,“ seg­ir hún og hlær.

„Þegar ég var lít­il þá átti ég mér draum um að verða leik­kona og sótti um hlut­verk í Bíó­dög­um, en fékk ekki. Eft­ir að hafa tekið þátt í nokkr­um leik­sýn­ing­um, eins og Kalla á þak­inu og Fame eins og ég nefndi áðan, leiddi eitt af öðru,“ seg­ir Ragn­hild­ur.
„Ég var svo beðin um að koma í prufu fyr­ir aðal­hlut­verkið í Astrópíu. Leik­stjóri mynd­ar­inn­ar taldi mig réttu mann­eskj­una í hlut­verkið, en mér fannst laun­in of lág þannig að ég afþakkaði gott boð. Leik­stjór­inn var hins veg­ar staðráðinn í að ráða mig þannig að ég sett­ist aft­ur við samn­ings­borðið með fram­leiðend­um mynd­ar­inn­ar og það tókst að semja. Í kjöl­far þess lék ég í fleiri kvik­mynd­um. Það er gam­an að leika; að geta fjar­lægst sjálfa sig í smá stund,“ seg­ir Ragn­hild­ur.

 „Ég er ekki menntuð leik­kona en ég er ágæt í að taka leiðsögn. Ef leik­stjór­inn er góður er hægt að galdra ým­is­legt fram,“ seg­ir Ragn­hild­ur en hún hef­ur leikið alls í sex kvik­mynd­um. 
„Nú bíð ég bara eft­ir að Balti hringi,“ seg­ir hún og hlær.

Ham­ingja barna minna

Kaffið er löngu kólnað í boll­un­um og börn­in þurfa at­hygli móður sinn­ar. Við eig­um þó eft­ir að tala um áhuga­mál­in, þó að ljóst sé að fjöl­skyld­an og vinn­an séu áhuga­mál núm­er eitt, tvö og þrjú. En eitt á hug Ragn­hild­ar sem er al­gjör­lega ótengt vinnu og fjöl­skyldu.
„Það eru blóm­in, hin börn­in mín; ég elska blóm,“ seg­ir hún og hlær.
„Mig dreym­ir um að eign­ast gróður­hús. Það er skemmti­legt að segja frá því að ég erfði víst þenn­an áhuga frá mömmu minni. Pabbi lét mig hafa all­ar gömlu garðyrkju­bæk­urn­ar henn­ar. Mér þykir mjög vænt um það; það teng­ir okk­ur á ein­hvern hátt,“ seg­ir hún.
„Svo finnst mér æðis­legt að fara í göngu- og hjóla­t­úra. Það er ekki mikið pláss í líf­inu fyr­ir rækt­ina þannig að ég reyni að hreyfa mig um leið og ég get notið sam­veru­stunda með fjöl­skyld­unni. Það tek­ur á að ýta á und­an sér tví­bura­vagni,“ seg­ir hún kím­in.
Ragn­hild­ur nýt­ur þess að lifa líf­inu og njóta augna­blikanna.

„Maður þarf að leyfa sér að taka þátt í eig­in til­veru; það má ekki drekkja sér í vinnu. Lífið er æv­in­týra­legt ferðalag.“

Spurð um framtíðar­plön seg­ir Ragn­hild­ur: „Lang­tímaplanið snýr að ham­ingju barna minna og að njóta lífs­ins með þeim. Ég hefði aldrei ímyndað mér að eign­ast fjög­ur börn, ég sem er alin upp sem ein­birni. Ég nýt þess í botn að vera mamma. Það er vissu­lega krefj­andi á köfl­um en að sama skapi svo mik­il betr­un,“ seg­ir Ragn­hild­ur.

„En svo er það þetta jafn­vægi milli vinnu og fjöl­skyldu eins og ég nefndi áðan. Þessi dýrk­un á dug­lega fólk­inu sem vinn­ur all­an sól­ar­hring­inn er hættu­leg. Ég vil að það sé dáðst að mér fyr­ir hvernig ég sinni börn­um og fjöl­skyldu; ekki bara vinn­unni minni. Það geta marg­ir leyst mig af í vinn­unni en það á eng­inn að leysa mig af í móður­hlut­verk­inu.“

Ítar­legt viðtal er við Ragn­hildi Stein­unni í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins um helg­ina. 

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert