Ríkið taki á skuldavanda

Hópbílar eru aðgerðalitlir um þessasr mundir..
Hópbílar eru aðgerðalitlir um þessasr mundir..

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), segir brýnt að taka á skuldavanda ferðaþjónustunnar ef ekki eigi illa að fara.

Samkvæmt greiningu SAF og Hagstofunnar skulduðu fyrirtæki í ferðaþjónustu, án flugs, um 255 milljarða 2018. Nýrri tölur eru ekki til en SAF telur þær lítið breyttar.

Jóhannes Þór vekur athygli á því að ferðaþjónustan hafi greitt 25 milljarða í leigu af fasteignum og tækjum árið 2018. Það sýni hvað virðiskeðjan sé stór og hversu víða hagsmunirnir liggja í þjóðfélaginu.

Ríkið ekki stikkfrí í kreppunni

Spurður hvernig ríkið ætti að fást við skuldir einkaaðila bendir Jóhannes Þór á aðgerðir eftir bankaáfallið sem sneru m.a. að vaxtaálagi. „Aðkoma ríkisins getur að hluta til falist í því að 2/3 hlutar bankakerfisins eru á forræði ríkisins. Ríkið er því ekki stikkfrí í þessu frekar en öðrum málum sem þessu tengjast.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert