Jarðskjálfti af stærðinni 3 varð við Kleifarvatn rétt fyrir klukkan níu í kvöld. Skjálftinn fannst víða á höfuðborgarsvæðinu.
Samkvæmt mælingum Veðurstofunnar átti skjálftinn upptök sín um tveimur kílómetrum vestan við vatnið, á sex kílómetra dýpi.
Fleiri skjálftar hafa fylgt í kjölfarið. Enginn þó stærri en 1,3 samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofunnar.