Kostnaður við kynningarefnið tvær milljónir

Auglýsingin sýnir Jesú með skegg, brjóst og andlitsfarða.
Auglýsingin sýnir Jesú með skegg, brjóst og andlitsfarða. Ljósmynd/Þjóðkirkjan

Kostnaður við umdeilt kynningarefni fyrir sunnudagaskólann þar sem Jesú er sýndur með brjóst og andlitsfarða, er um tvær milljónir króna að sögn Péturs Markan, samskiptastjóra Þjóðkirkjunnar. 

Auglýsingin hefur verið fjarlægð af facebooksíðu kirkjunnar og vefsíðu hennar, en auglýsingin vakti mikil viðbrögð. Strætó með auglýsingu kirkjunnar mun áfram aka um götur borgarinnar að minnsta kosti næstu vikurnar. 

Pétur segir áætlaðan heildarkostnað vegna kynningarefnisins vera um tvær milljónir, en kostnaðurinn felst aðallega í hönnun og prentun auk auglýsingar Strætó.

Ekki verið að biðjast afsökunar

„Við höfum alltaf verið með kynningarefni fyrir sunnudagaskólann, en það sem er nýtt núna er að við ákváðum að nota Strætó sem miðil, en við höfum verið með þetta í svona blandi síðustu ár, borða á netmiðlum, heilsíðuauglýsingar og allskonar,“ segir Pétur. 

Pétur segir að sóknirnar í kringum höfuðborgarsvæðið leggi til fjármagn vegna kynningarefnisins en að stærstur hluti fjármagnsins komi þó frá Biskupsstofu. 

Kirkjuþing gaf í gær út yfirlýsingu þess efnis að þinginu þætti miður að Jesúmyndin hefði sært fólk. Pétur segir að þingið hafi þó ekki verið að biðjast afsökunar á myndinni. 

„Það var ekki verið að biðjast afsökunar á myndinni. Hins vegar talaði kirkjuþingið til þeirra sem upplifa myndina sem sárindi og sem eitthvað neikvætt, en þessu er náttúrulega ætlað að tala upp fjölbreytileikann í samfélaginu. Það er jafn mikilvægt fyrir okkur að tala upp fjölbreytileikann og það er að virða skoðanir þeirra sem líkar ekki að Kristur sé borinn svona fram,“ segir Pétur. 

Sóknirnar í kringum höfuðborgarsvæðið lagði þessu kynningarefni til fjármagn, en stærsti hlutinn kemur frá biskupsstofu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka