Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um klukkan hálfþrjú síðdegis í dag vegna bílslyss á Snæfellsnesi.
Ekki fengust frekari upplýsingar að svo stöddu.
Að sögn fréttaritara mbl.is á Snæfellsnesi varð slysið við Saxhóla. Útnesvegi við Saxhóla hefur verið lokað vegna slyssins.
Vesturland: Útnesvegur við Saxhóla (574) er lokaður vegna umferðarslyss. Hjáleið er um Fróðárheiði (54). #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) September 13, 2020